Mötuneyti og nesti

Hótel Tangi hefur tekið við rekstri mötuneytis Vopnafjarðarskóla. Maturinn er eldaður á Hótel Tanga og kemur í  hitakössum í skólann.

Þeir nemendur sem ekki eru skráðir í mat koma með nesti.  Ætlast er til að allir drekki vatn með hádegismatnum.

Nestistími er á miðjum morgni og skólinn býður upp á ávexti, vatn og mjólk.

Tilmæli til foreldra um nesti í skólann

Mælst er til þess að börn séu nestuð í skólann í samræmi við ráðleggingar um næringu frá Landlæknisembætti, sjá hér fyrir neðan.

Nemendum stendur til boða að drekka mjólk eða vatn í nestistímum.

Mælst er til þess að börnin fái sér ávexti í nesti. Góður kostur fyrir þau sem þurfa á meiri næringu að halda er samloka úr grófu brauði eða lítið sætt morgunkorn að auki ( þá er hægt að fá mjólk út á).

Æskilegt er að takmarka jógúrt með viðbættum sykri og/eða sætuefnum við þá daga sem frjálst nesti er auglýst.

Æskilegt er að fernudrykkir séu aðeins meðferðis þegar frjálst nesti er auglýst sérstaklega.

Upplýsingar um hollt mataræði inná Heilsuvera

Upplýsingar um sykurmagn í vörum á heimasíðu landlæknisembættisins