Saga skólans

Sögulegir punktar 

Til fróðleiks eru hér stiklað á helstu viðburðum varðandi barnafræðslu Vopnafjarðarhreppi Farkennsla í Vopnafjarðarkauptúni hófst veturinn 1894 og í skólahéraðinu 1896. Föst kennsla hófst í húsinu Bergi og í Miklagarði 1898-1899. Árið 1906 var Barnaskólinn tekinn í notkun . Árið 1949 hófst kennsla í heimavistarskólanum á Torfastöðum en fram að 1947 hafði verið farkennsla í sveitinni. Vopnafjarðarskóli, nýr skóli í kauptúninu, var síðan tekinn í notkun 1967. Þessar byggingar segja okkur hversu stórt framfaraspor í okkar skólamálum þær hafa verið á sínum tíma. Kennsla á Torfastöðum var lögð af 1986 en síðustu árin sem heimavist var þar voru nemendur keyrðir út í Vopnafjarðarskóla. Heimanakstur hefur því verið í gangi síðan 1986. Stórt skref var stigið þegar íþróttahúsið var tekið í notkun 1988 .

Þegar Vopnafjarðarskóli var tekinn í notkun 1967 var af mörgum talið að byggingin væri of stór enda mikil stækkun frá litla Barnaskólanum. Ekki leið þó á löngu þar til þörf var á breytingu á henni til að fá betri nýtingu þar sem meiri kröfur voru gerðar til skólahalds. Síðan hafa margar breytingar verið gerðar til að mæta breyttum áherslum. Á 8. áratugnum var farið að tala um stækkun skólans og skólanefndir ályktuðu í þá veru enda var skólinn starfræktur á tveimur til þremur stöðum, tveimur elstu bekkjum kennt í Miklagarði í nokkur ár og heimilisfræði ávallt kennd þar. Árið 1992 var hluti Austurborgar keyptur og leigð stofa þar 1994 til að einsetja skólann við erfiðar aðstæður. 

Það var síðan í júníbyrjun 1998 að börn fædd 1994 tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu skólans og stefnt að því taka hana í notkun haustið 2000 þegar þau hæfu sína skólagöngu. Það gekk eftir og börnin hófu sitt nám í nýbyggingunni eins og á var stefnt í upphafi skólaársins 2000-2001.