Um Vopnafjarðarskóla

Vopnafjarðarskóli
Lónabraut 12
690 Vopnafjörður
Sími: 470 3250


Skólinn er opinn alla virka daga kl 7:50-15:30 

Skólastjóri
Aðalbjörn Björnsson
adalbjorn(hjá)vopnaskoli.is

Aðstoðarskólastjóri
Sigríður Elva Konráðsdóttir
sirra(hjá)vopnaskoli.is

Vopnafjarðarskóli er grunnskóli frá 1. til 10. bekk fyrir nemendur í öllu sveitarfélaginu þar sem heimanakstur er fyrir börn í úr sveitinni. Í skólanum eru 87 börn í byrjun skólaárs 2016-2017 og starfsmenn á þriðja tug. Flestir voru nemendur 170 þegar íbúar sveitarfélagsins voru sem flestir. 

Skólinn er einsetinn og hefur verið það síðan 1994. Fyrstu árin við fremur erfiðar aðstæður en með nýrri viðbyggingu og breytingum á eldra húsnæði 2002  er aðstaðan nokkuð góð. Tónlistarskólinn er einnig til húsa í skólanum auk bókasafns skólans og sveitarfélagsins.


Í mötuneyti Vopnafjarðarskóla er boðið upp á mat í hádeginu fyrir alla nemendur og starfsfólk þeirra stofnana sem starfa í húsinu, auk leikskólans Brekkubæjar. Mötuneytið hefur frá árinu 2005 unnið samkvæmt fyrirskrift Lýðheilsustöðvar.