Sérfræðiþjónusta við skólann á vegum Skólaskrifstofu Austurlands og Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Starfandi sálfræðingur á vegum Skólaskrifstofunnar

Kennsluráðgjafi 
Jarþrúður Ólafsdóttir
jarth(hjá)skolaust.is

Talmeinafræðingur
Halldóra Baldursdóttir
halldora(hjá)skolaust.is

Austurlandslíkanið

Austurlandslíkanið eða ALL er þverfaglegt samstarfs félagsþjónustu, heilsugæslu og skóla á Austurlandi. Verkefnið er að sænskri  fyrirmynd og hófst vinna við innleiðingu þess vorið 2018. Markmið með starfi teymisins er að einfalda og flýta fyrir aðstoð til    nemenda og foreldra, samhliða því að vera stuðningur fyrir starfsfólk skóla og samhæfa aðgerðir. Teymið mynda félagsráðgjafi,  þroskaþjálfi og sálfræðingur. Teymið vinnur með foreldrum, kennurum og skólahjúkrunarfræðingum. Teymið hefur viðveru í  skólanum einu sinni í mánuði.  

Heimsóknir og aðstoð sérfræðinga Skólaskrifstofu Austurlands miðast við þarfir skólans.

Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara eða skólastjórnendur ef þeir telja þörf á þjónustu sérfræðinga eða beina málum til Austurlandslíkansins.