Áfallaáætlun

Viðbrögð við áföllum

Ef áföll koma upp sem tengjast nemendum skólans eða aðstandendum þeirra er áríðandi að það sé tilkynnt skólastjórnendum eins fljótt og auðið er. Þá er áfallaráð virkjað.

Áfallaráð ákveður frekari viðbrögð eftir eðli málsins og kalla til aðstoðarmenn eftir því sem þurfa þykir.

Áfallaráð

Í áfallaráði sitja skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og skólahjúkrunarfræðingur. Upplýsingar um áfallaráð eru aftast í skjalinu.

Þeim til stuðnings eru læknir, sóknarprestur og lögregla.

Skólahjúkrunarfræðingur og læknir
hs:  vs: 4703070

Starfandi sóknarprestur   

hs. 473-1508

Lögregla

s: 112

Ef  hópslys á sér stað þar sem nemendur eða starfsfólk skólans eiga í hlut verður komið á fót fjöldahjálparstöð í skólanum. Þangað geta nemendur og aðstandendur leitað eftir upplýsingum.

Viðbragðsáætlun

      I.            Ýmis áföll er tengjast nemendum

Þegar upp koma alvarleg veikindi nemenda leitar umsjónarkennari upplýsinga um veikindin.  Í kjölfarið er reynt að útskýra veikindin fyrir bekkjarfélögunum eins vel og kostur er og reynt er að vera í góðu sambandi við þann veika.

Ef um skilnað foreldra, alvarleg veikindi aðstandenda, slys í umhverfinu, andlát vina, ættingja eða annað svipað er að ræða fylgist umsjónarkennari með því hvort breyting verði á hegðun, námsárangri eða líðan nemanda í kjölfarið.  Þá ber honum að ræða við nemandann einslega og láta skólastjórnendur vita ef þurfa þykir.  Þeir útvega nemandanum viðeigandi aðstoð.  Starfsfólk látið vita og umsjónarkennari ræðir við bekkinn ef ástæða er til.

  II.            Slys

a)     Minniháttar slys

  1. Sá starfsmaður skóla sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn.
    Stjórn felst í því að sjá til þess að:
  • Þeim slasaða sé sinnt
  • Kallað sé eftir hjálp
  • Róa nærstadda
  1. Umsjónarkennari/skólastjóri látnir vita og þeir láta síðan forráðamenn viðkomandi  nemenda vita.
  2. Skólastjórnendur sjá til þess að slysaskráningarblað sé fyllt út.
  3. Farið yfir málið með starfsfólki.
  4. Umsjónarkennari ræðir við og vinnur með nemendum ef þurfa þykir.

b) Alvarleg slys

  1. Sá sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn.
    Stjórn felst í því að sjá til þess að:
  2. Skólastjórnendur safna staðreyndum um slysið. Ef slys verður í ferð á vegum skólans sjá umsjónarmenn ferðarinnar um þann þátt og upplýsa skólastjórnendur jafnóðum um gang mála.
  • Slys sé tilkynnt í 112
  • Þeim slasaða sé sinnt
  • Kallað sé á hjálp
  • Vitni fái aðhlynningu
  1. Skólastjórnendur kalla til aðstoðarmenn.  Skólastjórnendur eða aðrir aðstoðarmenn tilkynna forráðamönnum viðkomandi nemenda um atburðinn.  
  2. Fundur með kennurum og starfsfólki skóla þar sem farið er yfir staðreyndir málsins.
  3. Foreldrar annarra barna í umsjónarbekk eru látin vita af slysinu
  4. Aðstoðarmenn ásamt umsjónarkennara ræða við og vinna með nemendum í einstaka bekkjum sem tengjast málinu.
  5. Einungis skólastjóri ræðir málið við fjölmiðla ef til þess kemur. Annað starfsfólk vísar á skólastjórnendur en svarar ekki spurningum fjölmiðla.
  1. Andlát 

a)     Vegna andláts náins aðstandenda nemenda 

  1. Skólastjóri leitar staðfestingar á andláti
  2. Umsjónarkennara tilkynnt um andlát viðkomandi
  3. Umsjónarkennari skipuleggur næstu skref og undirbýr sig undir það að taka á móti nemanda í samráði við áfallaráð og forráðamenn­­
  4. Skólastjóri og/eða umsjónarkennari fara heim til nemanda við fyrsta hentuga tækifæri
  5. Endurkoma nemanda í skólann með tilliti til bekkjarins. Bekkurinn undirbúinn undir það að taka á móti nemanda
  6. Bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er á

b)    Vegna andláts nemanda:

  1. Skólastjóri leitar staðfestingar á andláti hjá forráðamönnum
  2. Andlát tilkynnt umsjónarkennara viðkomandi nemanda ásamt öðru starfsfólki skóla
  3. Gæta skal þess að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega, ekki yfir hópinn
  4. Kanna hvaða starfsmenn voru ekki mættir þennan dag í skólann og tilkynna þeim um atburðinn sérstaklega
  5. Haldin er stund í upphafi skóladags þar sem öllum er tilkynnt um andlátið. Leiðbeiningar fyrir slíka stund er að finna í möppu á kennarastofu
  6. Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri ásamt sóknarpresti ræðir við bekk viðkomandi nemanda ásamt umsjónarkennara. (Boðið upp á kveðjustund við dánarbeð í samráði við foreldra.)
  7. Skólastjóri / umsjónarkennari hefur samband við aðra forráðamenn í bekknum
  8. Fáni er dreginn í hálfa stöng við skólann á viðeigandi tíma
  9. Skólastjóri og umsjónarkennari fara heim til nemanda við fyrsta hentuga tækifæri

10. Bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er á

c)     Vegna andláts starfsmanns:

  1. Skólastjóri leitar staðfestingar á andláti hjá aðstandanda
  2. Skólastjóri upplýsir allt starfsfólk skólans um andlátið
  3. Gæta skal þess að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega, ekki yfir hópinn
  4. Kanna hvaða starfsmenn voru ekki mættir þennan dag í skólann og tilkynna þeim um atburðinn sérstaklega
  5. Umsjónarkennarar tilkynna nemendum andlátið. Ef umsjónarkennari fellur frá tilkynnir skólastjóri umsjónarbekk andlátið
  6. Aðstoðarmenn ræða við umsjónarbekk
  7. Skólastjóri / umsjónarkennari lætur aðra forráðamenn í bekknum vita
  8. Skólastjórnendur finna staðgengil til að vinna með bekk þess látna næstu daga ef um umsjónarkennara er að ræða og er æskilegt að það sé aðili sem þekkir bekkinn. Mikilvægt er að sá aðili finnist samdægurs og að hann fái aðstoð áfallaráðs við að leiða bekkinn í gegnum sorgarferlið
  9. Fáni er dreginn í hálfa stöng við skólann á viðeigandi tíma

10. Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns við fyrsta hentuga tækifæri

11. Bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er á

Ef tilkynning um andlát berst utan skólatíma, um helgi eða á sumarleyfistíma:

  1. Áfallaráð heldur fund sem fyrst
  2. Viðeigandi ferill fer í gang
  3. Andlátið tilkynnt viðkomandi aðilum með tölvupósti eða símhringingu
  4. Viðeigandi ferill tekur við þegar skólahald hefst.

d)   Dauðsfall nemanda eða starfsmanns á skólatíma

  1. Sá sem kemur að slysinu hringir í 112
  2. Kallað eftir aðstoð annars starfsfólks
  3. Húsvörður sér um að skipuleggja aðskomu sjúkrabíls, afmarka svæði og tryggja öryggi á slysstað í samráði við lögreglu þegar hún kemur á svæðið
  4. Starfsfólk sér um að virkja áfallaráð strax
  5. Áfallaráð virkjar aðstoðarmenn
  6. Lögregla/prestur/skólastjóri lætur aðstandendur viðkomandi nemanda/starfsmanns vita
  7. Áfallaráð ákveður í samráði við sóknarprest hvernig aðstandendur eru látnir vita
  8. Öllum safnað saman á sal
  9. Mikilvægt að benda nemendum og starfsfólki á að halda ró sinni og ekki hringja og tilkynna neinum andlátið sjálf á neinn hátt, og láta samfélagsmiðla alveg í friði.

10. Í framhaldi er sömu áætlun fylgt og á við um almennt andlát nemanda

11. Ef andlát á sér stað í ferð á vegum skólans er öllum safnað saman og þeim tilkynnt um málarvexti, og heimferð skipulögð eins fljótt og hægt er.

12. Forráðamenn beðnir um að sækja börnin sín eins fljótt og auðið er.

13. Einungis skólastjóri svarar spurningum frá fjölmiðlum eða almenningi. Öllum spurningum beint til skólastjóra.

Athugið að allar aðgerðir skólans í framhaldi þarf að bera undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og þeir þurfa að vera með í ráðum frá upphafi.