Eineltisáætlun (í endurskoðun)

Viðbrögð við einelti

Foreldrar eru beðnir um að fara gætilega varðandi umræður um skólann, starfsfólk skólans og nemendur. Ef eitthvað er athugunarvert eiga forráðmenn ekki að veigra sér við að  tala við umsjónarkennara eða skólastjórnendur. Foreldrar eru  hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara eða skólastjórnendur hafi þeir grunsemdir um að samskipti í skólanum og utan skólans séu ekki eðlileg. Þar má nefna stríðni, einelti, lítinn félagsskap eða vera skilinn út undan.. Ef skólinn fær upplýsingar um þetta  strax er að hægt að taka á málinu áður en það gengur of langt. Einelti má ekki líðast og því mikilvægt að á því sé tekið strax og með festu. Í skóla á stærð við okkar á að vera hægt að ná langt með samstilltu átaki. Um meðferð eineltismála er greint hér á eftir.

Skólinn er þátttakandi í Olweusar-áætluninni sem er verkefni til að fyrirbyggja einelti. Að því koma allir starfsmenn skólans.

Hvað er einelti:

Einelti er þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í sambandi við andlegt ofbeldi má nefna særandi athugasemdir við og um einstakling. Einelti er einnig þegar einhver er skilinn útundan, er félagslega einangraður. 

Er einelti fyrir hendi í skólanum?

Allir starfsmenn eru vel meðvitaðir um einelti og fylgjast vel með jafnt í kennslustundum sem utan kennslustunda.Fylgst er grannt með samskiptum nemenda og umsjónarkennarar látnir vita og skráð ef grunur um einelti kemur upp. Þá er einnig kannað með tengslakönnun og/eða annars konar könnun um líðan nemenda.

Að vinna gegn einelti:

  • Viðtöl við þolendur.
  • Viðtöl við meinta gerendur.
  • Viðtöl við foreldra þolenda.
  • Viðtöl við foreldra meints/meintra gerenda.
  • Heimild fengin hjá foreldrum þolenda til að ræða við foreldra meintra gerenda um viðkomandi barn.
  • Möguleiki er á að koma á fundi með foreldrum barnanna sem að málinu koma ef vilji  beggja aðila er fyrir hendi.

Talað við bekk viðkomandi til upplýsingar og/eða stuðnings.

Fylgst náið með þolanda og meints geranda með eftirliti og stuðningsviðtölum.

Þeir sem vinna í eineltismáli eru:  Umsjónarkennari, sérkennari, skólastjórnendur, skólahjúkrunarfræðingur og  sálfræðingur ef þurfa þykir.  Mismunandi getur verið hvaða aðilar koma að hverju máli.