Húsnæði og aðrar upplýsingar

Húsnæði Vopnafjarðarskóla telur alls 2067,7 m2 (brúttó).

Eldri bygging, frá árinu 1967, er 844 m2.

Nýrri byggingin, frá árinu 2000, er 1223,7 m2.

Salur íþróttahússins er 26x15 m og Sundlaugin Selárdal er 12,5x6 m.

Heimastofur fyrir 1.-5. bekk eru á neðstu hæð en heimastofur 6.-10. bekkjar á efstu hæð.

Á miðhæð eru sérgreinastofur utan myndmennta sem eru á efstu hæðinni.

Auk þess eru Tónlistarskóli Vopnafjarðar, Bókasafn Vopnafjarðarhrepps og mötuneyti skólans staðsett á miðhæðinni.

78  nemendur eru í Vopnafjarðarskóla haustið 2020.

Kennslustundafjöldi hjá hverjum bekk á viku er sem hér segir:

1.-4 .bekkur:   30 kennslustundir

5.-7. bekkur:   35 kennslustundir

8.-10. bekkur: 37 kennslustundir Þar af eru valgreinastundir í 8., 9.og 10. bekk.

Samkennsla er að einhverju leyti í flestum bekkjum sem ræðst af fjölda í bekk, faglegum sjónarmiðum og kennsluaðferðum.

Í íþróttum er einnig samkennsla eftir aðstæðum og nemendafjölda.

Sundkennsla er haust og vor í Selárdalslaug í 12 km fjarlægð. Í akstur og kennslu er ætluð 1 klst.  Þar af leiðir að bóklegum tímum fækkar í lítillega þegar sundkennsla stendur yfir. 

Skólastarf hefst kl 8:30 en skólinn er opinn frá kl. 7:50. Bekkjarstofur undir eftirliti kennara eru opnar frá kl. 8 til 8:30.

Á mánudögum er kennslu lokið kl 14:10 en aðra daga lýkur kennslu 14.50 eða 15.10.

Nemendur ganga inn um aðalinngang nema nemendur í 1.-5. bekk sem ganga inn á neðstu hæð.

Skólahúsnæðið er opnað kl. 07:50 og gæsla nemenda er frá þeim tíma og fyrir 1.-4. bekk til kl.15:00 alla daga nema mánudaga til kl.14:20. Skólanum er lokað kl. 15:30 nema á mánudögum kl. 14:20.

Í skólaakstri eru 16 nemendur 2020-2021 og skiptist skólaaksturinn í 4 leiðir.

Fjallasíðan:       Skjaldþingsstaðir, Hrísar, Refsstaður.

Hofsárdalur:     Síreksstaðir, Einarsstaðir.

Vesturárdalur:  Torfastaðir.

Ströndin:           Strandhöfn, Ljósaland, Hámundarstaðir.

Heimanakstur er að morgni og heimkeyrsla kl 15:00 nema mánudaga kl 14:00. Þá er heimkeyrsla vegna félagsstarfa á öðrum tímum og tvö kvöld í viku ef þarf.

 Á mánudögum eru oft fundahöld hjá starfsfólki frá kl.14:20-kl.16:00 og því er erfitt að ná sambandi við skólann á þeim tíma.