Hagnýtar upplýsingar

Mentor og tölvusamskipti

Inn á Mentor fá foreldrar upplýsingar um nemendur.                                                                                                                               Foreldrar og nemendur fá lykilorð inn á síðuna og geta fylgst með framgangi og heimanámi. Þá fá foreldrar sendan tölvupóst í gegnum um það helsta sem er á döfinni.


Óskilamunir

Merkja skal skó og yfirhafnir barnanna með nafni og símanúmeri, einnig áhöld og aðra muni þeirra, ennfremur allan íþróttafatnað, skó og handklæði. Óskilamunir eru í vörslu húsvarðar.


Óveður og ófærð

Fólk leggur misjafnt mat á veðrið og eins getur það breyst á skömmum tíma. Aðstæður fólks eru misjafnar við að koma börnunum í skólann og mikill munur getur verið á veðri innan sveitarfélagsins. Þá hefur ófærð í sveitinni mikil áhrif á skólahald. Reynslan hefur kennt okkur að best sé að hafa þá reglu að ákvörðun um að fella skólahald niður sé tekin af skólastjóra og það tilkynnt með smáskilaboðum (sms), í útvarpi, og á  heimasíðu skólans eins fljótt og unnt er.


Slysatrygging nemenda

Verði nemendur fyrir slysum í skólanum greiðir skólinn fyrstu meðhöndlun hjá lækni. Allir nemendur sem skráðir eru í grunnskóla og leikskóla eru tryggðir með slysatryggingu skólabarna hjá Vátryggingafélagi Íslands h.f. 

Hverjir eru vátryggðir? Slysatrygging skólabarna tekur til allra skólanemenda, sem eru skráðir í grunnskóla enda séu þessar stofnanir reknar af sveitarfélaginu. Aldur skólabarnsins skiptir ekki máli. 

Hvenær gildir vátryggingin? Slysatrygging skólabarna gildir þann tíma sem skólinn er starfræktur. Er hér um að ræða venjulegan skólatíma og þess utan þann starfstíma sem ákvarðaður er af stjórnendum skóla og þessara stofnana. 

Hvar gildir vátryggingin? Slysatrygging skólabarna tekur til hvers skólabarns sem verður fyrir slysi í skólanum og til eða frá heimili. Jafnframt gildir tryggingin á ferðalögum innanlands á vegum skólans hvert sem farið er og í hvaða skyni sem er. 

Hvað felst í vátryggingunni? Slysatrygging skólabarna tekur til hvers skólabarns sem verður fyrir líkamstjóni eða dauða af völdum slyss, hvernig svo sem slysið ber að, hver svo sem á sök á því og hvort sem slysið verður við nám eða leik. 

Vátryggingarfjárhæðir Hámarksfjárhæðir vegna andláts, örorku og slysakostnaðar koma fram á vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun. 

Slysakostnaður - eigin áhætta Eigin áhætta í hverju einstöku tjóni vegna slysakostnaðar kemur fram á vátryggingarskírteini og/eða endurnýjunarkvittun. Slysakostnaður er eingöngu greiddur að því marki, sem hann fæst ekki greiddur úr öðrum vátryggingum eða Tryggingastofnun ríkisins. Fjárhæðir breytast í samræmi við framfærsluvísitölu. 

Slysakostnaður.  Með slysakostnaði er átt við útlagðan kostnað foreldra vegna bótaskylds slysaatburðar, t.d. óhjákvæmilegan ferðakostnað sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir ekki. Afleiddur kostnaður, svo sem vinnutap foreldra, bætist ekki. Að öðru leyti gilda um tryggingu þessa almennir slysatryggingarskilmálar félagsins.Í löngu frímínútum kl.10:20-10:40 mega nemendur í 8.-10. bekk vera inni en aðrir eiga að vera utandyra og skólaliðar og húsvörður sjá um gæslu.

 

Námsgögn 
Nemendur fá afhent námsgögn til afnota sér að kostnaðarlausu. Flestar bækur sem nemendur fá í skólanum eru því eign skólans. Mikilvægt er að foreldrar brýni fyrir nemendum að fara vel með kennslubækurnar og sjái til þess að fjölnota bókum sé skilað að skólaári loknu. Öllum er boðið upp á hafragraut og ávexti í lok fyrsta tíma á morgnana og ávexti í hádeginu. Hádegismatur stendur öllum nemendum og starfsfólki til boða og tilkynna nemendur fyrir hver mánaðamót ef þeir ætla ekki að vera í mat næsta mánuð. Greiðsla fyrir matinn er innheimt með heimsendum reikningum eða í heimabanka. Nemendur geta einnig haft hollt nesti með sér og borðað í matsalnum óski þeir ekki eftir að kaupa hádegismat. 

 

Reglur í matsal

  • Nemendur sitja hver við sitt borð eftir bekkjum.
  • Hljóð ríkir í matsalnum áður en matur hefst.
  • Yngri nemendum í 1.-4. bekk er skammtað við eldhúslúgu en aðrir skammta sér sjálfir.
  • Einn bekkur í einu kemur í raðir við skömmtunarborð.
  • Röð bekkja við skömmtunarborð er rúllandi eftir dögum.
  • Eftir matinn ganga nemendur frá leirtaui og hreinsa af diskum.
  • Eldri nemendur skiptast á að þrífa borðin.
  • Sjálfsagt er að framkoma sé í anda snyrtimennsku og almennra viðmiða.
  • Geti nemendur ekki tekið þátt í matartímum í þessum anda getur það kostað tímabundið bann í hádegismatnum.
  • Til að hvetja til meiri vatnsneyslu nemenda stendur þeim til boða að fá ísmola úr ísmolavél. 

Frímínútur

Í löngu frímínútum kl.10:40-11:00 er meginreglan að nemendur í 8.-10. bekk vera inni en ræðst af því hvernig nemendur höndla það en aðrir eiga að vera utandyra og skólaliðar og húsvörður sjá um gæslu.

Nesti og hádegismatur

Öllum er boðið upp á hafragraut og ávexti að morgni og ávexti í hádeginu. Mikilvægt er að nemendur hafi hollt nesti með sér í skólann ef þeir nýta sér ekki ávexti og hafragraut sem er í boði. Nemendur í 1.-5. bekk drekka mjólk eða vatn.  Hádegismatur stendur öllum nemendum og starfsfólki til boða og tilkynna nemendur fyrir hver mánaðamót ef þeir ætla ekki að vera í mat næsta mánuð. Greiðsla fyrir matinn er innheimt með heimsendum reikningum eða í heimabanka. Nemendur geta einnig haft hollt nesti með sér og borðað í matsalnum óski þeir ekki eftir að kaupa hádegismat.

Skólinn leggur áherslu á nokkur grundvallaratriði í matsalnum:

  • Allir fara í raðir eftir bekkjum og sitja við þar til merkt borð.
  • Eftir matinn ganga nemendur frá leirtaui og hreinsa af diskum.
  • Eldri nemendur skiptast á að þrífa borðin. Sjálfsagt er að framkoma sé í anda snyrtimennsku og almennra viðmiða.
  • Geti nemendur ekki tekið þátt í matartímum í þessum anda getur það kostað tímabundið bann í hádegismatnum.

Útivistartími

Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. 

Börn 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00. Börn 13 til 16 ára mega vera úti eftir þennan tíma séu þau á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. 

Frá 1.maí til 1. sept. lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir.


Brunavarnir

Í byrjun desember er haldin eldvarnavika á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um land allt. Slökkviliðsstjórinn kemur þá í skólann og fer í alla bekki með fyrirlestur um rétt viðbrögð ef elds verður vart. 

Einnig er haldin brunaæfing í samráði við slökkviliðið þar sem brunaviðvörunarkerfið er sett í gang og rýming æfð. Brunaæfingar sem þessar eru nauðsynlegar fyrir nemendur og starfsfólk og einnig fyrir slökkviliðið til að sjá hvernig gengur að rýma skólann á sem stystum tíma.