Námsmat

Námsmat

Í Vopnafjarðarskóla  er skólaárinu skipt upp í tvær annir. Fyrri önnin er frá skólabyrjun um 20. ágúst og fram í janúar. Seinni önnin er frá miðjum janúar til skólaloka maí/júní. Formlegu lokamati til nemenda og forráðamanna þeirra er skilað við lok skólaárs.  Á foreldradegi í janúar funda nemendur, forráðamenn og kennarar, þar sem farið er yfir önnina, líðan, markmið, væntingar og námsmat.  Vitnisburður er birtur á mentor.is.                                                                                                                                         

Námsmatið byggist á fjölbreyttum aðferðum, hefðbundnum prófum, verkefnum, virkni o.fl.  Lögð er áhersla á símat, þ.e. að stöðugt fari fram mat og endurgjöf til nemenda.

Markmið náms skal jafnan vera hæfni nemenda. Lýsingar á markmiðum náms skulu nú alfarið beinast að því sem nemandinn á að geta gert við lok námstíma/námslotu.

Hér að neðan má sjá þá námsmatskvarða sem notaðir eru til að meta hæfni:

Framúrskarandi

Hæfni náð

Á góðri leið 

Hæfni ekki náð

Einkunnir skal ekki reikna heldur skulu þær miðast við fyrirfram skilgreindar hæfnilýsingar. Þegar fundin er einkunn skal nota neðangreindan meginkvarða til að finna þá einkunn sem best passar hæfni nemandans. Einkunnir eru birtar í bókstöfum eins og hér greinir.

A

B+

B

C+

C

D