Námsmat

Námsmat

Í Vopnafjarðarskóla  er skólaárinu skipt upp í tvær annir. Fyrri önnin er frá skólabyrjun í ágúst og fram í janúar. Seinni önnin er frá janúar og til skólaloka í júní. Formlegu lokamati til nemenda og forráðamanna þeirra er skilað við annarlok í janúar og júní.  Á foreldradegi  funda nemendur, forráðamenn og kennarar, þar sem farið er yfir önnina, líðan, markmið, væntingar og lokamat.  Við skólaslit að vori er formlegur vitnisburður afhentur.                                                                                                                                          

Námsmatið byggist á fjölbreyttum aðferðum, hefðbundnum prófum, verkefnum, virkni o.fl.  Lögð er áhersla á símat, þ.e. að stöðugt fari fram mat og endurgjöf til nemenda. Í umsögn er síðan fjallað sérstaklega um frumkvæði, hegðun, heimanám, verkefnaskil og samvinnu.

Vitnisburður

Í 1.-3. bekk er vitnisburður gefinn með umsögnum. Í 4.-9. bekk eru einkunnir gefnar í bókstöfum eins og hér greinir. Hingað til hefur verið stuðst við stig eins og hér greinir en í vetur verður unnið samkvæmt hæfniviðmiðum.

 A     (94 stig eða meira)

B+    (87-93)

B      73-86

C+    66-72

C      49-65

D     48  eða  minna

Við útskrift úr 10. bekk er gefin ein lokaeinkunn og stuðst við hæfniviðmið Menntamálastofnunar og einnig styðst skólinn við árangur í stigum út frá hundraðsröðun: