Olweusarskóli

Olweusaráætlun gegn einelti

Olweusaráætlunin gegn einelti er samstarfsverkefni Menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla.  Áætlunin byggir á kenningum prófessors Dan Olweus sem starfar við háskólann í Bergen.  Olweus hefur rannsakað einelti s.l. 30 ár og er einn fremsti fræðimaður í heiminum á því sviði.

Vopnafjarðarskóli er einn af mörgum grunnskólum á Íslandi sem tekur þátt í Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegri hegðun.

Stýrihópur verkefnisins er fræðslunefnd.

Allt starfsfólk skólans tekur þátt í umræðuhópum og eru haldnir fimm fundir á skólaárinu.  

Oddvitar verkefnisins eru stjórnendur ásamt viðkomandi umsjónarkennara.                      

Helstu markmið Olweusaráætlunarinnar eru að draga úr tækifærum til eineltis og skapa þannig andrúmsloft að einelti borgi sig ekki.  Áætlunin byggist fremur á fáum meginreglum sem hafa verið staðfestar, með vísindalegum rannsóknum, að skili árangri gegn einelti og andfélagslegri hegðun.  Áætlunin miðar að því að endurbæta félagslegt umhverfi í skólanum og skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af

  • Jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu
  • Ákveðnum vinnurömmum vegna óviðundandi hegðunar
  • Stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (viðurlaga), sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið
  • Ákveðni og myndugleika hinna fullorðnu sem virka sem yfirboðarar við vissar aðstæður