Skólastefna

Einkunnarorð  Vopnafjarðarskóla eru

Virðing   Ábyrgð   Vellíðan

Virðing, ábyrgð og vellíðan eru leiðarljósin í skólastarfinu. 

Lögð er áhersla á jákvætt viðmót og jákvæðan skólabrag þar sem virðing og ábyrgð stuðla að vellíðan.

Lögð er áhersla á að skólinn sé aðlaðandi vinnustaður þar sem nemendur og starfsmönnum líði vel í leik og starfi.

Skólinn er Olweusar- og heilsueflandi skóli sem styður vel við stefnu skólans.

Grunnskóli í samfélagi eins og Vopnafirði hefur auk þess að sinna náms- og uppeldislegu hlutverki  óskráð viðmið sem fylgja skóla í samfélaginu. .