Skólaráð

 

Fundargerð skólaráðsfundar 22. nóvember 2023

Mættir: Sigríður Elva Konráðsdóttir, Baldur Hallgrímsson, Ásdís Fjóla Víglundsdóttir, Freyr Þorsteinsson, Sandra Konráðsdóttir og Sigurður Grétar Sigurðsson og Jón Haraldsson

  1. Hvað er skólaráð? Stutt kynning á því hvert hlutverkið er.  Fulltrúar kennara: Baldur Hallgrímsson og Jón Haraldsson. Fulltrúi starfsfólks: Sölvi Flosason. Fulltrúar foreldra: Sandra Konráðsdóttir og Sigurður Grétar Sigurðsson. Fulltrúi úr nærsamfélaginu : Sara Jenkins. Fulltrúar nemanda: Ásdís Fjóla Víglundsdóttir og Freyr Þorsteinsson,
  2. Starfsáætlun skólaráðs. Ákveðið að funda á miðvikudögum kl. 14.00.

Starfsáætlun 2023-2024

22.nóvember- miðvikudagur

Hvað er skólaráð

Skipulag og áherslur vetrarins 2023-2024

Starfsáætlun Vopnafjarðarskóla.

Skóladagatal

Skólabyrjun- kennsluskipulag, starfsmannahald og fleira.

 

7. febrúar- miðvikudagur

 

Niðurstöður nemendakannana/skólapúlsinn

Starfsáætlun

Skólanámskrá

 

17. apríl- miðvikudagur

Skipulag næsta skólaárs, ráðningarmál, umbætur, verkefni og nemendafjöldi

Fyrirhugaðar framkvæmdir ef einhverjar eru, húsnæði og lóð.

Skipulag skólaloka og vordaga.

Ath. Fund í maí

 

 

 

 

  1. Skóladagatalið, Skólastjóri fór yfir skólaldagatalið og sagði frá því sem framundan er.
  2. Árleg samantekt                                                                                                      Skólastjóri fór yfir starfsmannamál og skipulag skólastarfsins
  3. Önnur mál
    1. Mötuneytismál
    2. Brunaæfnig
    3. Teymiskennsla.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

 

 

 

 

Fundagerð 18. apríl 2023

Mættir: Sigríður Elva Konráðsdóttir, Sölvi Flosason, Jón Haraldsson, Sandra Konráðsdóttir, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Sara Jenkins, Böðvar Ingvi Guðjónsson og Ásdís Fjóla Víglundsdóttir.

1.Skóladagatal 2023-2024 lagt fram og kynnt og það var samþykkt athugasemdalaust.

2. Starfsmannakönnun var lögð fyrir í mars. Farið yfir niðurstöður, veikleika og styrkleika. Almennt kom hún vel út og starfsmenn virðast almennt ánægðir.

3.Foreldrakönnun var lögð fyrir í febrúar. Farið var yfir niðurstöður, veikleika og styrkleika.Könnunin kom frekar illa út og margt sem foreldrar virðast ekki vera ánægðir með. Foreldrar telja agann í skólanum ekki nógu góðan og eins sé illa tekið á eineltismálum.  Miklar umræður voru um könnunina og skólaráði finnst ástæða til að kynna hana fyrir foreldrum á fundi.  Stefnt er að fundi um málið. Mikilvægt að foreldrar komi óánægu sinni og athugasemdum á framfæri við skólastjórnendur og kennara.

4. Viðburðir á döfinni.

  • Farið var yfir það sem framundan er s.s. námskeiðið börn og netmiðlar sem haldið verður 4. maí.  
  • Sundkennsla verður í maí og Bjarney Guðrún Jónsdóttir kennir.
  • Stefnt er að aukinni teymiskennslu og tilefni að því ætla starfsmenn í heimsókn í Fellskóla og kynna sér hvernig teymiskennslan er þar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

 

 

Skólaráðsfundur

Fundagerð 7. febrúar 2023

Mættir: Sigríður Elva Konráðsdóttir, Sölvi Flosason, Jón Haraldsson, Baldur Hallgrímsson, Sandra Konráðsdóttir, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Sara Jenkins, Böðvar Ingvi Guðjónsson og Ásdís Fjóla Víglundsdóttir.

Sérstakir gestir, Þórhildur Sigurðardóttir, Malen Guðný Magnadóttir og Snædís Tinna Sveinsdóttir

1.Tómstunda- og félagsstarf nemenda kynnt

Formenn nemendaráðs, Malen Guðný og Snædís Tinna sögðu frá félagsstarfi nemenda.

Það er mikil starfssemi í félagsmiðstöðinni og nemendur taka virkan þátt. Það er margt framundan bæði innan félagsmiðstöðvar og einnig ýmsar ferðir. Það er einnig mikil og góð starfsemi hjá nemendum á miðstigi og þar er alltaf félagsmiðstöð aðra hverja viku.

2. Nemendaþing- undirbúningur

Í vikunni 13.-17. febrúar verður haldið nemendaþing í skólanum, 6.-10. bekkur annars vegar og 1.-5. bekkur hins vegar. Rætt var um hvaða málefni nemendur vildu taka fyrir og ýmsar hugmyndir komu fram. Endanlega ákvörðun tekin á kennarafundi 13. febrúar.

3. Skólapúlsinn – nemendakönnun í haust 2022

Könnunin kynnt en niðurstöðurnar voru ekki nógu góðar en hafa samt batnað frá síðustu könnun.

Mikilvægt að kynna niðurstöðurnar fyrir nemendum og umsjónakennarar munu gera það.

4. Foreldrakönnun verður lögð fram í febrúar og starfsmannakönnun lögð fyrir í mars.  Nemendakönnun verður síðan lögð aftur fyrir í apríl.

5. Starfsmannamál, farið var yfir starfsmannamálin. Sérkennsla hefur dregist saman og verið að leita leiða til að bæta þar í.

6. Frístund byrjað í janúar og hefur gengið vel og mikil ánægja með það starf.

Skólabílar keyra alla daga kl. 15.30 nema mánudaga kl. 14.30.

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

 

 

 

Fundargerð skólaráðsfundar 7. desember 2022

Mættir: Sigríður Elva Konráðsdóttir, Baldur Hallgrímsson, Jón Haraldsson, Sölvi Flosason, Þuríður Björg W Árnadóttir, Böðvar Ingvi Guðjónsson og Ásdís Fjóla Víglundsdóttir1.

1.  Hvað er skólaráð? Stutt kynning á því hvert hlutverkið er.

2.  Starfsáætlun skólaráðs. Skólastjóri lagði fram tillögu af starfsáætlun fyrir fundi vetrarins.

Starfsáætlunin var samþykkt.

Ákveðið að funda á þriðjudögum kl. 14.00 og næsti fundur er áætlaður 31. Janúar 2023.

Starfsáætlun 2022-2023

7. desember- miðvikudagur

Hvað er skólaráð

Skipulag og áherslur vetrarins 2022-2023

Starfsáætlun Vopnafjarðarskóla kynnt

(heimasíða)

Skólabyrjun og skóladagatal

  • Viðburðir í skólanum

Skólabyrjun- kennsluskipulag, starfsmannahald og fleira.

1.febrúar- þriðjudagur

Tómstunda- og félagsstarf nemenda kynnt.

Fulltrúar úr nemendaráði mæta.

Nemendaþing- undirbúningur

 

15. mars- þriðjudagur

 

Niðurstöður nemenda/foreldra/starfsmannakannana

 

27. apríl- þriðjudagur

Skipulag næsta skólaárs, ráðningarmál, umbætur, verkefni og nemendafjöldi

Fyrirhugaðar framkvæmdir ef einhverjar eru, húsnæði og lóð.

Skipulag skólaloka og vordaga

 3.  Skóladagatalið, Skólastjóri fór yfir skólaldagatalið og sagði frá því sem framundan er.

Skólastjóri sagði frá heimsóknum og fræðslu í upphafi skólaárs.

  1. Árleg samantekt                                                                                                      Skólastjóri fór yfir starfsmannamál og skipulag skólastarfsins
  1. Önnur mál
  • Mótuneytismál, ýmislegt rætt svo sem matarsóun. Hvernig getum við komið í veg fyrir hana?
  • Valgreinar nemanda á unglingastigi. Ánægja meðal nemenda með að hafa fagtengt val s.s stærðfræði,
  • Áhuga á að fá borðtennisborð í skólann
  • Sundkennsla, rætt um mögulega kynjaskiptingu á unglingastigi.
  • Íþróttatímar- Nemendur vilja hafa 4 íþróttatíma á viku eins og verið hefur. En þar sem ekki náðist að ráða íþróttakennara gekk það ekki.

 Fleira ekki rætt og fundi slitið

 

Skólaráð 2022-2023

Í skólaráði eru auk skólastjóra                                                                                                                                                        

Fulltrúar kennara:                 Baldur Hallgrímsson og Jón Haraldsson

Fulltrúi annars starfsfólks :   Sölvi Flosason

Fulltrúi nærsamfélagsins :    Sara Jenkis

Fulltrúar foreldrafélagsins:  Sandra Konráðsdóttir og Þuríður Björg Wiium Árnadóttir 

Fulltrúar nemenda:    Ásdís Fjóla Víglundsdóttir og Böðvar Ingvi Guðjónsson

 

Skólaráð

Fundagerð 18. maí 2022  

Mættir: Sigríður Elva Konráðsdóttir, Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, Baldur Hallgrímsson, Jón Haraldsson og Böðvar Ingvi Guðjónsson

Dagsskrá

1.         Farið yfir skóladagatalið til loka skólaárs 2021-2022. 

2.         Skóladagatal næsta skólaárs 2022-2023, kynnt fyrir nefndarfólki.

3.         Skólastarfið. Farið var skólastarfið og hvaða breytingar verða í starfsmannamálum næsta skólaárs.  Mjög margir starfsmenn hafa sagt upp starfi sínu við skólann og því fyrirséð að miklar breytingar verði.

4.         Framkvæmdir. Farið var yfir framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. Þar má nefna, bætt hljóðvist í stofu, endurbætur á 10. bekkjar stofu og hönnun á skólalóð.

5.         Skóladagvist. Stefnt er á að vera með skóladagvist næsta vetur.

                        Fleira ekki rætt og fundi slitið.

 

 

Skólaráð 2021-2022

Í skólaráði eru auk skólastjóra                                                                                                                                                        

 Fulltrúar kennara:                 Baldur Hallgrímsson og Jón Haraldsson

Fulltrúi annars starfsfólks :   Jakobína Ósk Sveinsdóttir

Fulltrúi nærsamfélagsins :    

Fulltrúar foreldrafélagsins:  Sandra Konráðsdóttir og Sara Jenkis.

Fulltrúar nemenda:    Helena Rán Einarsdóttir og Böðvar Ingvi Guðjónsson

 

Fundargerð skólaráðsfundar 13. október 2021

Mættir: Sigríður Elva Konráðsdóttir, Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, Baldur Hallgrímsson, Jón Haraldsson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Helena Rán Einarsdóttir og Böðvar Ingvi Guðjónsson

  1. Hvað er skólaráð?  Fundarmenn horfðu á stutt myndband um hlutverk skólaráðs. Skólastjóri fór síðan yfir verkefnin sem væru á hendi skólaráðs og hvernig það er skipað Í ráðinu eru tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndar­samfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra. Nýir fulltrúar voru sérstaklega boðnir velkmnir.
  2. Starfsáætlun skólaráðs

Ákveðið að funda á miðvikudögum kl. 14.00 og halda tvo fundi fyrir áramót og tvo fundi eftir áramót . Næsti fundur er 24. nóvember.

Starfsáætlun 2021-2022

13. október- miðvikudagur

Hvað er skólaráð

Skipulag og áherslur vetrarins 2021-2022

Skólabyrjun og skóladagatal

Skólabyrjun- kennsluskipulag, starfsmannahald o.fl.

Viðburðir í skólanum

Önnur mál

24. nóvember- miðvikudagur

Öryggi og aðbúnaður

Starfsáætlun Vopnafjarðarskóla kynnt

16. febrúar- miðvikudagur

Kynning á niðurstöðum, lesfimiprófa

Kynning á niðurstöðum nemendakannana

 

20. apríl- miðvikudagur

Skipulag næsta skólaárs, ráðningarmál, umbætur, verkefni og nemendafjöldi

Fyrirhugaðar framkvæmdir ef einhverjar eru, húsnæði og lóð.

Skipulag skólaloka og vordaga

 

  1. Skóladagatalið,  Skólastjóri fór yfir skóaldagatalið og sagði frá því sem framundan er.
  2. Árleg samantekt , Skólastjóri fór yfir starfsmannamál, kennslustundafjölda, nemendafjölda og samkennslu, sérkennslu og fleira.                                                                           
  3. Heimsóknir og fræðsla í upphafi skólaárs

Mánudaginn 11. október kom Skáld í skólum í heimsókn í 2.-6. bekk. Rithöfundarnir sem heimsóttu okkur að þessu sinni voru Blær Guðmundsdóttir og Hilmar Óskarsson.

List fyrir alla kom í heimsókn til okkar fimmtudaginn 7. október og að þessu sinni kom Kristín Ragna Gunnarsdóttur.  Hún er rithöfundur, teiknara og hugmyndasmiður.

Hun var með listasmiðjur fyrir alla aldurshópa um goðsagnakenndar forynjur og furðuverur.

í lok september komu Þorgrímur Þráinsson til okkar og talað við unglingana og yfirskriftin var "Verum ástfangin af lífinu".

Og síðast en ekki síst kom Kamilla Gylfadóttir frá Fræðsludeild Skaftfells, hún var með listasmiðju fyrir 5.og 6. bekk.

 4. Önnur mál.

Fleira ekki rætt og fundi slitið

 

 

 

 

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

 Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Ráðherra setur reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra. (8. grein grunnskólalaga 2008)

 

Í skólaráði  frá hausti 2018 eru auk skólastjóra                                                                                                                                                        

 Fulltrúar kennara:                 Baldur Hallgrímsson og Heiðbjört Antonsdóttir, til 2019-2020

Fulltrúi annars starfsfólks :   Helga Jakobsdóttir

Fulltrúi nærsamfélagsins :    

Fulltrúar foreldrafélagsins:  Sandra Konráðsdóttir og Sara Jenkis.

Fulltrúar nemenda:                       

 

Starfsáætlun skólaráðs Vopnafjarðarskóla 2018-19

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfssemi skólans áður en endaleg ákvörðun um þær er tekin.

Október-nóvember

 

 Skipulag funda í skólaráði á skólaárinu

Starfsáætlun skólaráðs

Skóladagatal

Starfsáætlun skólans

Skólanámskrá

Samantekt um starfsfólk, störf, kennslustundir, nemendafjölda, samkennslu

Sundkennsla

Læsisstefna

Febrúar-mars

 Sjálfsmat skólans

Umbótaráætlun innra og ytra mats 

Athugun á skólareglum

Skipulag á sérkennslu

Fundur með stjórn foreldrafélagsins

Niðurstöður samræmdra prófa    Niðurstaða Skólapúlsins          Niðurstaða Olweusarkönnunar

Apríl - maí

 Rekstraráætlun

Endurskoðun á skólanámskrá

Skóladagatal, kynning og umræða

 Undirbúningur að skipulagi næsta skólaárs; starfsáætlun

Árangur í starfi

Skólapúlsinn

Skipulag næsta skólaárs

 

 

 

 

 

 

Dagskrá skólaráðsfundar 21. nóvember 2018

Mættir: Aðalbjörn, Sandra, Sara, Heiðbjört, Baldur, Sindri, Kamilla Huld og Sigríður Elva. 

Dagskrá

Starfsáætlun skólaráðs

Ákveðið er að hafa skólaráðsfundi á miðvikudögum klukkan 14.30.

Fundið áætlaðir 13.febrúar og 8. maí.                                                                                              

Starfsáætlun kynnt og lögð fyrir fulltrúa í nefndinni.

Ákveðin mál tekin fyrir á fundunum, sjá skjal um starfsáætlun.

Skóladagatalið

Farið yfir skóladagatalið frá september – febrúar.                                              

Fullveldisafmælið 1. desember. Hátið haldin í skólanum frá 14.00-17.00 laugardaginn 1. desember.                                                                                                                  

Litlu jólin 19. desember.

Starfsáætlun skólans og skólanámskrá . Skólastjóri sendi starfsáætlun og skólanámskrá til kennara og foreldra og kallaði eftir athugasemdum og eða ábendingum.

Skólastjóri fór yfir ýmsar áætlanir sem skólinn er búinn að vinna s.s starfsmannastefna, jafnréttisáætlun og fleira.

Árleg samantekt                                                                                                      

Skólastjóri fer yfir starfsmannamál, kennslustundafjölda, nemendafjölda og samkennslu, sérkennslu og fleira.                                                                         

Heimsóknir og fræðsla                                                                                             

 Það hefur verið mikið um heimsóknir hér í haust.                                                      

Sigga Dögg var með kynfræðslu á mið og unglingastigi. Einnig var hún með fræðslu fyrir foreldra og starfsfólk. Mikil ánægja var meðal nemenda með fræðsluna.      

Skaftfell, fræðsla frá Menningarmiðstöðinni Skaftfell á Seyðisfirði um myndlist og sköpun.                                                                                                                        

Skáld í skólum, rithöfundar komu í skólann og ræddu við nemendur um skapandi skrif.                                   

Fock you og fock me. Fræðsla um samskipti á vegum félagsmiðstöðvarinnar.                                                                                                   

Tónlistarmenn komu í skólann í tengslum við barnamenningarhátíð og kynntu raftónlist og gítarleik.                                                                                                                                                                                                                                                                                      Gideonfélagið, færði 5. bekk Nýja testamentið.

Önnur mál

Heimanámsaðstoð: Óánægja með að ekki sé boðið upp á heimanámsval. Stefnt er að því að bjóða upp á heimanámsaðstoð fyrir nemendur sem er ekki val. 

Gæsla: Rætt er um hvort hægt sé að bjóða upp á meiri fjölbreytni í gæslunni. Skólastjóra falið að kann málið.

Námsmatið í janúar: Í janúar eru annarlok og þá er námsmati skilað til nemenda og ekki nauðsynlegt að vera með lokapróf í öllum greinum því símat á að vera alla önnina.

 

                 

Fundur skólaráðs 25. apríl 2018

Mættir: Aðalbjörn, Sigríður Elva, Heiðbjört, Baldur, Sandra, Sara og Sindri

 

  1. Skipan í skólaráð

          Það vantar 2 fulltrúa í skólaráð, fulltrúa almenns starfsfólks og frá nærsamfélaginu.

  1. Starfsmannamál

Það er töluverð óvissa um starfsmannamá næsta vetur en ljóst er að ráða þarf skólaliða.

  1. Sundkennsla

         Sundkennsla hefur gengið vel það sem af er vori. Undanþáa fékkst fyrir Jón Orra Ólafsson sem er menntaður íþróttafræðingur.

  1. Skóladagatal skólaársins

         Aðalbjörn fór yfir skólastarf til skólaloka.

  1. Skóladagatal næsta skólaárs

         Aðalbjörn kynnt drög af skóladagatali næsta skólaárs.

  1. Heimsóknir gesta vetrarins

         Margir góðir gestir hafa komið s.s. rithöfundarnir,Þorgrímur Þráinsson, Vilborg Davíðsdóttir og Gunnar Helgason. Jóel Ingi                       Sæmundsson leikari var með námskeið í leiklist. Einnig komu margir fleiri gestir sem fjölluðu um ýmislegt t.d tölvunotkun.

 

  1. Fyrirkomulag mötuneytismála

         Hreppsnefnd hefur ákveðið að gera úttekt á mötuneytismálum í sveitarfélaginu og kanna kosti þess að reka eitt mötuneyti fyrir              sveitarfélagið.

          Umræður um málið.

  1. Önnur mál

         Danskennsla, mikilvægt að fá danskennslu í skólann.

         Foreldrafélagið, mikilvægt að efla starfsemi félagsins og m.a. stuðla að forvarnafræðslu fyrir nemendur.

         Gæsla, umræður voru um það að meiri fjölbreyttni þyrfti að vera fyrir nemendur. Skoða þarf hvað hægt að gera til efla starfið.

         Hugmynd kom um að fá 10. bekk til að sjá um leiki 1-2 í viku gegn greiðslu (fjáröflun).

         Athugasemd kom með námsmat í stærðfræði og íslensku í 6. bekk. Vegna forfalla hefur matið ekki verið eins og skyldi og er það           miður.

          Fleira ekki rætt og fundi slitið.

 

 

         

         

 

Fundur skólaráðs 18. okt. 2017

Mættir: Aðalbjörn, Sigríður Elva, Heiðbjört, Baldur, Signý Björk, Sandra, Sara, Sindri og María Björt.

Fundir í skólaráði á skólaárinu

Áætlað er að halda 3 fundi á skólaárinu.

18. október, 10. janúar og 11. apríl.

Fulltrúar kennara eru Baldur og Heiðbjört, fulltrúar foreldra Sandra og Sara, fulltrúiní grendarsamfélaginu er Signý Björk, fulltrúar nemenda eru Sindri og María Björk og fulltrúar starfsmanna er Stefanía.

Starfsáætlun skólaráðs

Samkvæmt ytra matinu á skólanum er skólaráðinu ætlað að gera starfsáætlun.

Skólastjóri undirbýr gerð starfsáætlunar og hún tekin  fyrir á fundi í janúar.

Skóladagatalið

Skólastjóri fór yfir skóladagatalið og gerði grein fyrir viðburðum á haustönn s.s. þemadögum í nóvember.

Fulltrúar nemenda töldu að gott væri að færa námsmatsdagana aftur um eina viku í janúar.

Starfsáætlun skólans og skólanámskrá

Skólastjóri sendi starfsáætlun og skólanámskrá á foreldra í upphafi skólaárs og kallað eftir athugasemdum og eða ábendingum.

Mikilvægt er að fá umsögn skólaráðs og foreldrafélags á skólanámskrá og starfsáætlun.

Árleg samantekt

Starfsfólk, störf, kennslustundir, nemendafjölda, hópaskiptin o.fl.

Skólastjóri fór yfir starfsmannamál, kennslustundafjölda, nemendafjölda og samkennslu, sérkennslu og fleira.

Sundkennsla

Skólastjóri er að vinna að lausn varðandi sundkennslu og stefnt er að því að kenna 2 daga í viku.

Önnur mál

Einkunnarorð skólans hafa verið endurskoðuð og eru nú;

         virðing, ábyrgð og vellíðan.

         Umræður um matseðil í hádeginu.

Nemendur gerðu athugasemdir við salatið, ekki gott að blanda öllu saman.

Miklar umræður um matseðil.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

 

 Fundargerðir skólaráðs

24. maí 2017

Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir,Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, Signý Björk Kristjánsdóttir, Baldur Hallgrímsson.

 

Síðustu dagar skólaársins

Námsmatinu lýkur 29. maí og síðan eru vordagar 30. og 31. maí.

 Skóladagatal.

Farið yfir skóladagatalið 2017-2018.

Lagt fyrir og samþykkt.

 Sundkennsla

Sundið hefur gengið vel sem af er vori.

 Heimsóknir gesta í vor.

Rauðikrossinn var með fræðslu í 5.-7. bekk.

Margrét Gauja Magnúsdóttir var með fræðslu fyrir nemendur um jafnréttismál og valdeflingu ungs fólks.

Viðurkenningar veittar á skólaslitum.

Umræður um viðurkenningar.

Vilji er til að verðlauna fleiri nemendur í 10. bekk ef ástæða er til.

 Önnur mál.

Próf: Mikilvægt að setja öll próf inn á próftöflu og tilkynna nemendum það með góðum fyrirvara.

Matur: Umræður um matinn og matseðilinn.

Fleira ekki, fundi slitið.

 

Fundur skólaráðs  22. mars 2017

Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir,Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, Signý Björk Kristjánsdóttir, Sólrún Dögg Baldursdóttir,  Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir.

               

  1.      Olweus

               Niðurstöður úr Olweusarkönnun kynntar.

      2.      Farið yfir vetrarstarfið og skóladagatalið

               Farið yfir skóladgatalið fram að vori.

       3.     Kynnisferð starfsfólks til Berlínar

               Skólastjóri sagði frá fyrirhugaðri ferð sem farin verður 4.-8. júní n.k.

        4.    Fyrirhugaðar breytingar á stofum

                Það stendur til að útbúa sameiginlega smíða og myndmenntastofu á þessu ári.

         5. Niðurstöður ytra mats í lok október og umbætur

              Ytri mat hefur þegar verið kynnt starfsfólki, fræðslunefnd og sveitarstjórn. Ætlunin er að halda fund með foreldrum þar sem                   niðurstöður þessar verða kynntar auk þess verða kynntar niðurstöður úr  Oleeusarkönnuninni.

          6. Önnur mál

               Sundkennsla: Verið að er að leita leiða við að finna sundkennara, m.a. með því að auglýsa. Niðurstaða liggur ekki fyrir.

               Danskennsla: Ekki verður danskennsla þetta árið.

               Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

 

 

 Skólaráðsfundir 2016-2017

Fundur skólaráðs Vopnafjarðarskóla  20. október 2016

Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri,  Sara Jenkins, foreldri, Signý Björk Kristjánsdóttir, úr grenndarsamfélaginu, Sólrún Dögg Baldursdóttir, kennari, Stefanía Halldórsdóttir, starfsmaður, Viktoría Hulda Þorgrímsdóttir, nemandi, María Björt Guðnadóttir, nemandi, Sigríður Elva Konráðsdóttir, aðstoðarskólastjóri.            

1. Fundir í skólaráði á skólaárinu

Fundir á þessu skólaráði verða á miðvikudögum kl. 14.30. Fundir í vetur  23. nóvember,

15. febrúar og 26. apríl. 

2. Opinn fundur um málefni skólans fyrir aðila skólasamfélagsins.

Stefnt að fundi í lok nóvember. Kynning á skólastarfinu, þar sem aðilar innan skólans kynna starfsemi skólans.

3. Skóladagatalið

Aðalbjörn fór yfir skóladagatalið og hvað framundan væri.

Vetrarfrí 3. og 4. nóvember, starfsdagur 7. nóvember, opnir dagar 17.-18. nóvember, litlu jólin 20. desember.

4. Um starf skólans

Skólastjóri  lagði fyrir skólaráðið blað þar sem tilgreint  er um fjölda kennslustunda ,fjölda samkennslutíma í hverjum bekk og einnig önnur stöðugildi.

Sundkennsla, ekki hefur tekist að ráða kennara til að kenna sund en reynt verður að  fá kennara fyrir vorið.

5. Ytra mat í skólanum.

     Rætt um ytra matið sem fram fer 24.-26.október.

6. Heimsóknir

Skólinn hefur fengið margar góðar heimsóknir í vetur , Gideonfélagið, Vatnajökulsþjóðgarður, mennigarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Heimili og skóli, læsissáttmáli.

7. Önnur mál

Rætt um að mikilvægi þess að hafa dömubindi á stúlknasnyrtingu skólans.

Hugmynd kom frá nemendum um meira frjálsræði við að fara í sturtu eftir íþróttir.

Fleira ekki, fundi slitið

 

Skólaráð 2014-2016

Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir, fulltrúi kennara

Sólrún Dögg Baldursdóttir, fulltrúi kennara

Signý Björk Kristjánsdóttir, fulltrúi annarra starfsmanna síðan fulltrúi nærsamfélagsins (2015-2016)

Magnús Þór Róbertsson, fulltrúi foreldra

Sara Jenkins, fulltrúi foreldra

Nýr fulltrúi annars starfsfólks valinn haustið 2015 til að sitja til 2017)

Anna Guðný Elísdóttir, Sigurður Jóhannsson, fulltrúar nemenda.

Fundur í skólaráði 13. apríl  kl. 13.45 

Mættir: Magnús Róbertsson, Sara Jenkins, Signý Björk Kristjánsdóttir, Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir, Sólrún Baldursdóttir, Aðalbjörn Björnsson.

 1. Skóladagatal þessa skólaárs.

Greint frá því að föstudagurinn 6. maí verði frídagur en á skóladagatali voru 181 nemendadagar en verða þá 180 eins og á að vera.

2. Skóladagatal  næsta skólaárs.

Skóladagatal næsta árs lagt fyrir og samþykkt. Nokkrar umræður voru um upphaf skólaárs og tímasetningu á vetrarfríi eftir áramót.

3. Þróun nemendafjöldi frá 2004-2020.

Skólastjóri kynnti þróun á fjölda nemenda þessi ár og væntanlegan fjölda til 2020. Mikil fækkun nemenda er fyrirsjáanleg næstu árin og sköpuðust nokkrar umræður um það.

4. Starfsmannamál

Auglýst hefur verið eftir íþróttakennara en ekkert fast í hendi með það. Annars eru ekki fyrirsjáanlegar breytingar á starfsfólki á næsta ári.

5. Legóferð 7. bekkjar og ferðalag 10. bekkjar.

Greint frá ferðalögum þessara bekkja.

6. Heimsókn kórs MH

Sagt frá ánægjulegri heimsókn kór Menntaskólans við Hamrahlíð, yfir 80 manns sem höfðu aðstöðu hér í skólanum. Var þeim boðið upp á hafragraut á mánudagsmorgni áður en þau héldu frábæra skólatónleika.

7. Önnur mál

Rætt var um Foreldrafélag skólans og stefnt að því að halda aðalfund  nú á vordögum en enginn aðalfundur hefur verið á þessu skólaári. Mikilvægt að finna einhvern sem áhuga hefur á að taka að sér formennsku.

Þá var rætt um hvort ekki skorti umferðamerkingar við skólann þ.e. skólamerki.

Fleira ekki fundi slitið

 

Fundur skólaráðs Vopnafjarðarskóla
21. október 2015


Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Sara Jenkins, Signý Björk Kristjánsdóttir,   Sólrún Dögg Baldursdóttir, Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir og  Sigríður Elva Konráðsdóttir.

    
1.    Fundir í skólaráði
Fundir á þessu skólaráði verða 17. febrúar og 27. apríl.
Stefnt að hafa opinn fund eftir áramót.

2.     Skóladagatal 2015-2016.  
Aðalbjörn fór yfir skóladagatalið, það sem framundan er.

3.    Þróunarverkefnið Bættur námsárangur.  Aðalbjörn fór yfir verkefnið og greindi frá þeim skimunum sem lagðar verða  fyrir.  Samstarf við heimlin er mjög mikilvægt. Vopnafjarðarskóli vinnur þetta  með öðrum skólum á Austurlandi og Skólaskrifstofan heldur utan um verkefnið.

4.    Samantekt um starf skólans:
Sundkennsla; er lokið í bili en reynt að kenna 3-5 daga í viðbót til að klára sundkennslu hjá eldri krökkunum, 5.-10. bekk
Tónlistarkennsla: Stendur til að kenna tónmennt í 5.-6.bekk síðar í vetur.
Morgunmatur og breytingar á nestismálum: Morgunmatur frá 8:40-9:00. Boðið er upp á hafragraut og ávexti.

5.    Nemendaráð og starfsemi Drekans: Standa fyrir breytingar á  félagsmiðstöðinni:  Keypt verða ný tæki og setja upp nettengingu og ýmislegt til að gera staðinn  meira aðlaðandi. 

6.    Um framhaldsskóladeild;  10. bekkur fer í heimsókn í Framhaldsskólann á Laugum.

7.    Heimsóknir sem af er vetri : Þorgrímur Þráinsson, Möguleikhúsið, Umboðsmaður barna, Tónlist fyrir alla , Gídeonfélagið.

8.    Önnur  mál.
Spurt um gæslumál og legókeppni  í 7. bekk sem fyrirhugað er í nóvember.

Fleira ekki, fundi slitið

  

Fundur skólaráðs Vopnafjarðarskóla
20. maí 2015


Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Sara Jenkins, Signý Björk Kristjánsdóttir,   Sólrún Dögg Baldursdóttir, Magnús Þór Róbertsson og  Sigríður Elva Konráðsdóttir.
    
1.    mál:  Skóladagatal 2014-2015
Farið yfir skóladagatalið til loka skólans 2015

2.     mál: : Skóladagatal 2015-2016.  
Samþykkt

3.    mál: Starfsmannamál næsta skólaárs. .  Farið  yfir starfsmannamál. Búið er að auglýsa eftir íþróttakennara. Einnig vantar matráð og skólaliða næsta vetur.

4.    mál. Við hald og kaup á búnaði.
Rætt um

5.    Skipan ráðsins og starf.  Skipað er í ráðið í 2 ár í senn.
 Signý verður fulltrúi grenndarsamfélagsins næsta vetur og skipa þarf nýjan fulltrúa starfsfólks næsta skólaár. . Aðrið sitja 1 ár í viðbót.

6.    Önnur mál:  
Tónlistarnám Rætt var um tónlistarskólann og kom fram að búið væri að auglýsa eftir öðrum tónlistarkennara.  Mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt tónlistarnám.
Sundkennsla. Komu fram athugasemdir um hve strangt tímaplanið er í sund og telja menn það skapi óþarfa streitu fyrir alla. Mikilvægt að gefa nemendum lengri tíma.

Fleira ekki, fundi slitið

 

Fundur skólaráðs Vopnafjarðarskóla
27. nóvember 2014


Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir, Sara Jenkins, Signý Björk Kristjánsdóttir,   Sólrún Dögg Baldursdóttir, Magnús Þór Róbertsson og  Sigríður Elva Konráðsdóttir.
    
1.    mál:  Starfsemi skólaráðs.
Farið er yfir starfsemi  skólaráðs Enn á eftir að skipa fulltrúa  úr nærsamfélaginu  og 2 fulltrúa nemenda og verður það gert á næsta fundi.
Fundað verður á fimmtudögum kl. 14.00.  Næsti fundur ákveðinn 29.janúar 2015.

2.     mál: : Skóladagatal 2014-2015.  Farið yfir það hvernig skóladagalið er uppbyggt, fjölda nemendadaga og starfsdaga.

3.    mál: Starfsmannamál.  Farið  yfir starfsmannamál og forfallakennslu. Bjarney Guðrún ætlar að taka að sér sundkennslu í vor. Unnur Ósk er að koma aftur inn í kennslu að lokinni æfingakennslu. Mjög mikilvægt er að auglýsa stöðu íþróttakennara strax á nýju ári.

4.    mál. Verkefni:   Byrjendalæsi er sameiginlegt verkefni skóla á Austurlandi. Verkefnið hefur gengið vel og mikil ánægja með það. Markmiðið er að efla og bæta lestrarkennslu.  Rætt um ýmis verkefni s.s heilsueflandi skóla  

5.    Valgreinar í 8.-10. bekk. Farið  yfir það sem er í vali  en erfitt hefur verið að bjóða upp á mikla fjölbreytni  m.a. vegna fámennis og  eins skorts á leiðbeinendum. Ýmsar hugmyndir komu fram.

6.    Félagsmiðstöðin Drekinn.  Rætt var um starfið í félagsmiðstöðinni og aðstöðuna sem krakkarnir hafa. Hugmyndir eru uppi um að fara í einhverjar breytingar til að ger aðstöðuna meira aðlaðandi.  

7.    Önnur mál: Ákvextir, rætt um að reyna hafa meiri fjölbreytni.

Fleira ekki, fundi slitið

 

Skólaráð 2012-2014

Anna Pála Víglundsdóttir, Svava Birna Stefánsdóttir, fulltrúar kennara 

Dagný S. Sigurjónsdóttir, fulltrúi annars starfsfólks,  

Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, fulltrúar foreldra

Árni Róbertsson, fulltrúi úr nærsamfélaginu .

Fundur skólaráðs Vopnafjarðarskóla
14. nóvember 2013

Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, Svava Birna Stefánsdóttir Dagný Sigurjónsdóttir og  Sigríður Elva Konráðsdóttir.

1. mál.        Skóladagatal
 Opnir dagar, listadagar ofl. er vikuna 18.-22. nóvember.    
2. mál         Símenntun kennara
Námskeið Ingvars Sigurgeirssonar um innleiðingu nýrrar alnámskrár, kennaraþing, námskeið um ADHD, fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar.
3. mál         Starf félagsmiðstöðvar
Fanney Björk Friðriksdóttir hefur verið ráðin í félagsmiðstöðina út janúar 2014. 
Það er verið að skipuleggja starfið fram að áramótum fyrir yngri nemendur 1.-5. bekk.
Umræður voru um hve oft félagasmiðstöð á að vera fyrir yngri nemendur.

4.mál        Um jákvæðan skólabrag og uppeldisstefnu skólans
Í sjálfsmati skólans er verið að meta skólabraginn og  leitað leiða til að bæta hann. 
        
5. mál        Valgreinar 8.-10. bekk
Nemendur geta valið að nota tómstundir, sjálfboðaliðastarf eða tónlistanám sem hluta af valgrein. . Það er heimild fyrir þessu  í aðalnámskrá en með samþykki foreldra.

6. mál        Nemendur setja sér markmið og aukinn metnaður
        Mikilvægt að nemendur seti sér raunhæf markmið til að bæta sig í námi.

7. mál        Önnur mál
    
Skólabúðir á Reykjum: Spurt um hvort farið verður í vetur og lýst yfir miklum áhuga.
Skólinn er að vinna í því í samstarfi við foreldra að fara með 7. bekk í vor á Reyki.
Rætt var um mismunandi reglur sem gilda fyrir efri og neðri hæð. 5. bekkur er bæði á  efri og neðri og  það veldur óánægju hjá þeim. Þarf að samræma betur þannig að þetta sé sanngjarnt.


Fundur skólaráðs Vopnafjarðarskóla31. október 2013

  

Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Anna Pála Víglundsdóttir, Dagný Sigurjónsdóttir, Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, Svava Birna Stefánsdóttir og  Sigríður Elva Konráðsdóttir.

1.    mál: Kynning á starfsemi skólaráðs. Aðalbjörn fór yfir reglugerð um skólaráð fyrir grunnskóla.  Í reglugerðinni er fjallað  um hlutverk og skipan, verkefni, kosningu, starfsáætlun og þátttöku nemenda í skólaráði.

2.    mál: Verkaskipting.  Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs og aðstoðarskólastjóri hefur málfrelsi og tillögurétt og ritar fundagerð.

3.     mál: Starfsáætlun ráðsins.  Samþykkt var að funda annan hvern mánuð  og oftar ef þurfa þykir. Fundað verður á miðvikudögum kl. 14:00.  Fundir sem ákveðnir hafa verið á þessu skólaári eru, 12. desember, 20, febrúar og 10. apríl.
Skólaráð skal að lágmarki halda einn opinn fund á ari um málefni skólans fyrir aðila skólasamfélagsins. Samþykkt að að halda þann fund 21. febrúar.

4.    mál: Skipan annarra fulltrúa; 1 úr grenndarsamfélagin, 2 nemendur. 
Samþykkt að tveir fulltrúar nemenda yrðu kosnir af nemendaráði. Fulltrúar úr 9. og 10 bekk og  af báðum kynjum .
Skipaður verður fulltrúi úr grendarsamfélaginu á næsta skólaráðsfundi.

5.    mál: Skóladagatal. Skólastjóri fór yfir skóladagatalið og sagði frá því sem framundar væri.

6.    mál: Kynning á símenntun starfsmanna og námskeiðum. 
14. september- Kennaraþing á Höfn í Hornafirði.
24. september -Námskeið um einhverfu, Þorbjörg Garðarsdóttir.
26. september –Fræðsla um tóbaksvarnir- Jóhanna Kristjánsdóttir.
28. september- Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 4.-7. Bekk.
22. október- Námskeið kennara um samvinnunám og góðan bekkjaranda.
23. október Fræðsla um samskiptaboðorðin- Aðalbjörg Helgadóttir.
Ýmsir viðburðir hafa verið á skólaárinu, s.s Möguleikhúsið, Göngum í skólann  og ferð 7.
bekkjar í skólabúðir á Reykjum.

7.    mál:  Önnur mál.  Almennar umræður um skólastarfið.

 Fleira ekki, fundi slitið.

 

Fundur skólaráðs Vopnafjarðarskóla
12. desember  2012

 
Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Anna Pála Víglundsdóttir, Árni Róbertsson, Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, Svava Birna Stefánsdóttir , Sverrir Hrafn Friðriksson, Sigurrós Halldórsdóttir og  Sigríður Elva Konráðsdóttir.

1.    mál: Fundargerð síðasta fundar. Aðalbjörn las fundargerð síðasta fundar og fundargerðin samþykkt.

2.    mál: Endanleg skipan skólaráðs. Anna Pála Víglundsdóttir og Svava Birna Stefánsdóttir eru fulltrúar kennara, Dagný Sigurjónsdóttir er fulltrúi starfsfólks, Sandra Konráðsdóttir og Sara Jenkins eru fulltrúar foreldra, ‚Sverrir Hrafn Friðriksson og Sigurrós Halldórsdóttir eru fulltrúar nemenda og Árni Róbertsson er fulltrúi úr  nærsamfélaginu.

3.     mál: Námsmatsdagar 14.-18. janúar; Þessa viku fer fram lokamat. Það er misjafnt hve mikið á eftir að meta þessa viku , en í mörgum námsgreinum er símat alla önnina og því ekki þörf á prófi í lok annar. Eldri nemendur og þá sérstaklega 10. bekkur fer í stærri próf.

4.    mál: Íþróttadagur; Þetta er dagur þar sem allir taka þátt í ýmsum íþróttagreinum og lögð er sérstök áherla á óhefðbundnar íþróttir.

5.    mál: Foreldradagur:þennan dag koma nemendur með foreldum sínum í viðtal til umsjónarkennara.  Við hvetjum foreldra til að gefa sér tíma í skólanum og ræða við starfsmenn skólans.

6.    mál: Þorrablót. Elstu nemendur skólans sjá um þorrablótið.

7.    mál:  Öskudagur 13. febrúar: Hefðbundin dagsskrá. Byrjum daginn í íþróttarhúsinu en síðan fara nemendur  um bæinn og syngja og fá að launum gotterí.

8.    mál: Vetrarfrí;    14.-15. Feb. Umræður voru um vetrarfrí og nefndarfólk telur mikilvægt að þau verði áfram.

9.    mál: Um skólabraginn. Umræður voru um skólabraginn og mikilvægi þess að  efla góðan starfsanda. og ábyrgð  nemenda á námi sínu og hegðun. Því þurfa öll samskipti milli nemenda innbyrðis og við starfsfólk að byggjast á gagnkvæmri virðingu og jákvæðum aga.

 

10. mál: Minnst var á hversu góður vettvangur skólaráð væri þar sem samsetnings ráðsins spannaði                     flest sjónarmið skólasamfélagsins. Nokkrar umræður urðu um þetta o.fl.

Fleira ekki , fundi slitið; rétt fyrir kl. 15

 

Fundur skólaráðs Vopnafjarðarskóla
27. febrúar 2013
Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Anna Pála Víglundsdóttir, Árni Róbertsson, Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, Svava Birna Stefánsdóttir r og  Sigríður Elva Konráðsdóttir.

1.    mál: Fundagerð síðasta fundar. Sigríður  las  fundargerð síðasta fundar og fundargerðin samþykkt.

2.    mál: Skólaráð skal hafa einn opinn fund ár ári um málefni skólans.  Fundurinn  er fyrirhugaður 18. apríl og  verður það nánar  rætt á næst a skólaráðsfundi 10. apríl

3.     mál: Skóladagatal vetrarins  rætt og drög að skóladagatali ársins 2013-2014 kynnt

4.    mál: Ferðalög nemenda og kostnaður vegna þeirra.  Þó nokkur ferðalög eru á vegum skólans og félagsmiðstöðvar fyrir nemendur  í elstu bekkjum skólans. Þar má nefna fjarðaball, skíðaferðalag, kynning á framhaldsskólum, skólahreysti o.fl. Mikill kostnaður fylgir þessu en fyrir nokkrum árum var ferðasjóði skólans breytt úr því að vera eingöngu ætlaður 10. bekk, og útskriftarferð hans,  í að styrkja og greiða ferðalög annarrra bekkja og hópa. Þetta þýðir að nemendur borga lítinn hluta ferðakostnaðar og ekkert þegar ferðin tengist náminu og ekki er eingöngu  um skemmtiferð að ræða.


5.    mál:  Foreldrasáttmáli.  Foreldrasáttmáli heimila og skóla hefur verið lagður fyrir í fjölmörgum skólum um land allt. Foreldrafélag Vopnafjarðarskóla ákvað í samstarfi við skólann að leggja hann fyrir alla bekki. Samningurinn kemur út í mismunandi útgáfum fyrir hvert stig grunnskólans . Foreldrasáttmálinn er leiðarvísir sem bekkjarfulltrúar og umsjónarkennarar geta nýtt sér til að koma af stað umræðum um uppeldisleg  gildi og til að efla skilning á mikilvægi samstarfs  og þátttöku foreldra í skólastarfi barna sinna.

6.    mál: Innleiðing  aðalnámskrár, námsmat. Skólastjóri gerði grein fyrir innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla.  Þetta er mikil breyting og mun taka tíma að innleiða námskrána  en verið er að vinna að því í skólanum. Aðalnámskráin boðar áherslubreytingar í skólastarfi meðal annars verður námsmat með öðrum hætti.
Í grunnskóla skal leggja mat á hæfni nemenda innan hvers námssviðs og á það jafnt við í bóklegu námi ,verklegu námi og list námi. Í aðalnámsskránni er kynntur nýr matskvarði með fjórum flokkum, A-D. Matskvarðinn er tvískiptur, annars vegar kvarði fyrir mat á hæfni á hvers námssviðs  og hins vegar mat á lykilhæfni við lok grunnskóla. Matskvarðann ber að nota við brautskráningu.

Fleira ekki, fundi slitið

 

 

Fundur skólaráðs Vopnafjarðarskóla
18. apríl 2013
Mættir til fundar: Aðalbjörn Björnsson, Anna Pála Víglundsdóttir, Árni Róbertsson, Sandra Konráðsdóttir, Sara Jenkins, Svava Birna Stefánsdóttir r, Sverrir Hrafn Friðriksson og  Sigríður Elva Konráðsdóttir.


1.    mál: Skóladagatal 2013-2014. Lagt fram til kynningar. Umræður urðu hvenær heppilegast væri að hafa vetrarfrí og niðurstaða náðist um það.

2.     mál: Foreldrakaffi vegna sjálfsmats  Foreldrum er boðið í skólann 22. apríl  til að ræða saman um skólamál. Markmiðið er að fá foreldra til samstarfs um að gera góðan skóla betri  og að eiga góða stund saman.. Spurningarnar sem liggja til grundvallar eru unnar út frá niðurstöðum úr foreldrakönnun skólapúlsins.

3.    mál: Nýr fundatími fyrir opinn fund. – Ákveðið hefur verið að skólaráðið að halda opinn fund fyrir alla í skólasamfélaginu 16. maí

4.    mál: Starfsmannamál-2012-2013. Engar breytingar verða á kennarahópnum næsta vetur. En miklar líkur eru á því að fjölga  þurfi kennslustundum en ástæðan er  að stefnt er á minni samkennslu á miðstigi á næsta skólaári. Ráða þarf í 2 stöður skólaliða næsta vetur ,í  mismunandi starfshlutfall. Miklar umræður voru um forföll og hvernig best er að haga þeim.

5.    mál. Önnur mál.  Fulltrúi nemenda ræddi nokkur mál sem nemendur höfðu beðið hann að koma á framfæri. 1. Íþróttatímar. Nemendur á eldra stigi vilja hafa fleiri íþróttatíma, vilja 4 tíma á viku í stað þriggja  eða þá val í íþróttum. 2. Brunaæfing. Óskað er  eftir því að brunaæfing verði haldin en nokkur tími  er  síðan það var gert. 3. Mjólk í mötuneytinu. Margir nemendur eru óhressir með að mjólk skuli ekki vera í boði með öllum mat.
Skólastjóri þakkaði allar þessar fínu ábendingar og ætlar að skoða þessi mál.

Fleira ekki, fundi slitið