Heilsugæsla

Skólahjúkrunarfræðingur Vopnafjarðarskóla er Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir. Hún sinnir heilsugæslu í skólanum á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Viðtalstími í skólanum er alla þriðjudaga kl. 8:30-12:20
Sími: 470 3257;
Netfang: steinunnb@hsa.is 

Skólaheilsugæsla

Skólaheilsugæslan tekur við af ung- og smábarnavernd og fylgir þeim lögum, reglugerðum og tilmælum frá Landlækni sem um hana gilda. Skólaheilsugæsla sér um skimanir, bólusetningar, heilbrigðisfræðslu, heilsueflingu og forvarnarfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Markmið skólaheilsugæslu er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Skólaheilsugæsla vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Skólaheilsugæslan hvetur foreldra til að vera vakandi yfir líðan barna sinna, spyrja þau reglulega um líðan þeirra, hrósa þeim og hvetja á jákvæðan hátt.

Ef þið viljið sjá nánar hvaða fræðsla tilheyrir hverjum aldursflokki fyrir sig er hægt að skoða fræðsluefni á heilsuvera.is https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/heilsuvernd-grunnskolabarna/um-heilsuvernd-grunnskolabarna/ en foreldrar fá sendan tölvupóst að lokinni fræðslu með ósk um umræður heima fyrir.

Viðvera skólahjúkrunarfræðings í Vopnafjarðarskóla er á þriðjudögum frá 8:10 – 12:00. Á þessum tímum sinnir skólahjúkrunarfræðingur heilsufarsskoðunum, viðtölum og öðru sem til fellur.

Skólahjúkunarfræðingur, Steinunn B. Aðalsteinsdóttir steinunnb@hsa.is sími 470-3257.