Starfsfólk Vopnafjarðarskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og þakkar gott samstarf á árinu.
Nemendur mæta aftur í skólann 5. janúar kl. 9.10.
Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í skólanum í desember. Við buðum foreldrum og leikskólanum í söngstund. Svo sungum við líka jólalög fyrir fólkið okkar í Sundabúð. Við bökuðum og skreyttum piparkökur, föndruðum jólakort og sendum samnemendum og ...
Á góðgerðadegi skólans sem haldin var í lok þemadaga í nóvember ákváðum við að gefa hjúkrunarheimilinu Sundabúð það sem safnaðist.
Ástæðan er einföld, Sundabúð er ein af mikilvægustu stofnunum sveitarfélagsins. Þar er unnið ómetanlegt starf alla da...
Í síðustu viku voru þemadagar í skólanum þar sem þemað var vinsemd, Markmið daganna var að efla samkennd nemenda og leggja grunninn að virku og umhyggjusömu skólasamfélagi. Nemendur unnu saman í hópum sem spannaði alla árganga sem jók á samstöðu neme...
Keppnislið Vopnafjarðarskóla sýndi góðan liðsanda og hlaut Jafningjaverðlaun á nýafstaðinni LEGO-keppni grunnskóla landsins. Keppnin, sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á árinu, fór fram í Háskólabíói laugardaginn 8. nóv.
Alls tóku um 200 keppendur úr 1...
Erasmus+ferðin okkar til Hollands byrjaði fimmtudaginn 18. sept. þegar við keyrðum til Reykjavíkur. Við fengum ekki mikinn svefn þar sem við þurftum að vakna klukkan eitt um nóttina til að fara í flug. Þegar við komum til Hollands fórum við með lest ...
Á föstudag fengu nemendur í 8.–10. bekk áhugaverða kynningu á Repüp textílsmiðju sem er hluti af verkefninnu List fyrir alla. Krakkarnir fengu kynningu á sjálfbærni í fatasköpun og hvað merkið stendur fyrir en Repüp er fatamerki hannað af listakonunn...
Föstudaginn 3. okt. skelltu nemendur í 7.-10. bekk Vopnafjarðarskóla sér á Grunnskólamótið á Laugum. Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og er alltaf jafn gaman. Nemendur kepptu við aðra grunnskólanemendur úr nærliggjandi skólum og var keppt í dodge...