Á góðgerðadegi skólans sem haldin var í lok þemadaga í nóvember ákváðum við að gefa hjúkrunarheimilinu Sundabúð það sem safnaðist.
Ástæðan er einföld, Sundabúð er ein af mikilvægustu stofnunum sveitarfélagsins. Þar er unnið ómetanlegt starf alla daga, þar ríkir virðing og hlýja sem hefur áhrif út í samfélagið.
Í dag 15. desember fórum við gangandi inn í Sundabúð, nemendur og starfsfólk, og afhentum gjöfina, sungum nokkur jólalög og þáðum piparkökur og mandarínur. Þetta var mjög ánægjuleg stund sem gaf okkur öllum mikið.
Við vonum að þessi gjöf, 308.100 krónur nýtist vel og verði tákn um þakklæti og samhug.
Það samfélag sem hugsar vel um börn og eldra fólk er gott samfélag.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.