Á föstudag fengu nemendur í 8.–10. bekk áhugaverða kynningu á Repüp textílsmiðju sem er hluti af verkefninnu List fyrir alla. Krakkarnir fengu kynningu á sjálfbærni í fatasköpun og hvað merkið stendur fyrir en Repüp er fatamerki hannað af listakonunni Evu Ísleifs. Í smiðjunni er lögð áhersla á að hanna einstakar flíkur með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Krakkarnir fengu svo leiðarlýsingu á hvernig hægt er að breyta og bæta föt og síðan unnu þau að því að búa sér til flík úr fötum og/eða efnum sem hætt var að nota. Vel heppnuð heimsókn og nemendur sýndu mikinn áhuga!
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.