Fréttir

Vetrarfrí

Lesa meira

Íþróttadagur skólans 16. febrúar

Íþróttadagur skólans er 16. febrúar. Á íþróttadegi er keppt í langstökki, hástökki, hreystigreip, hraðahoppi, hittnikasti. Síðan er fótboltamót milli bekkja á yngra-, mið- og elsta stigi.
Lesa meira

Þorrablót skólans í kvöld

Þorrablót skólans fyrir nemendur í 6.-10. bekk og starfsfólk er í kvöld og hefst kl. 19.30. Aðgangseyrir er kr. 1500. !0. bekkur sér um skemmtiatriði, 8. bekkur þjónar til borðs og foreldrar 9. bekkinga sjá um matinn.
Lesa meira

Foreldradagur 30. janúar

Mánudaginn 30. janúar er foreldradagur í skólanum. Markmiðið með þessum degi er að treysta samstarf skólans og foreldra. Nemendur koma með foreldrum sínum í boðað viðtal við umsjónarkennara. Auk viðtalstímans eru stjórnendur, aðrir kennarar og starfsfólk til viðtals. Foreldrar eru hvattir til að nýta þetta vel til að stuðla að betri árangri og líðan barnanna í skólanum. Foreldrum og nemendum er boðið upp á léttan hádegisverð, frá kl. 12:00, sem skráður er á viðkomandi nemanda.
Lesa meira

Námsmatsvika

Í þessari viku stendur yfir námsmat haustannar. Skóli er frá kl. 8.10 til 13.10 hjá 1.-8. bekk. 9. bekkur er frá kl. 8.50 til kl. 13.10 en 10. bekkur frá kl. 8.50 til kl. 12. Próf hjá eldri nemendum hefjast kl. 9.
Lesa meira

Haustannarmat í næstu viku

Í næstu viku fer fram mat á haustönn. Matið verður með ýmsum hætti og mismundandi eftir greinum og aldri sem verður kynnt sérstaklega.
Lesa meira

Opnir dagar

Á opnum dögum, fimmtudag og föstudag fór fram mjög skemmtileg vinna með samskipti fólks og var stuðst við samskiptaboðorð Öddu Helgadóttur. Á föstudeginum var einnig fjallað um Barnasáttmálann en dagur sáttmálans var þann dag. Í lok opnu daganna var síðan haldið út í íþróttahús þar sem farið var í mjög skemmtilega hópeflisleiki.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu var söngstund þar sem sungin voru nokkur lög við texta eftir Jónas Hallgrímsson. Þá var minnst Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Erlu, skáldkonunnar okkar frá Teigi með stuttri kynningu. Þá kórlásu nemendur í nokkrum hópum ljóð eftir þessa kjarnakonu sem alltof lítið hefur verið getið um hér á Vopnafirði.
Lesa meira

Legókeppni 2016

Í morgun fóru nemendur frá okkur keyrandi til Akureyrar og fljúga þaðan til Reykjavíkur. Tilefnið er Legókeppnin á Íslandi sem 7. bekkur vann svo glæsilega í fyrra. Að þessu sinni eru keppendur 8 nemendur sem hafa valið Legó sem valgrein í haust, úr 8. og 9. bekk og hafa Unnur Ósk og Sólrún umsjón með liðinu. Keppnin er á morgun og verður hægt að fylgjast með henni á netinu eins og í fyrra. VIð óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis. Áfram Vopnafjarðarskóli.
Lesa meira