Miðað við nýjustu reglur vegna Covid verður árshátíð ekki haldin eins og ráðgert var fyrir nokkru. Nemendur halda engu að síður áfram að æfa atriði og þjálfa sig í að leika og koma fram. Hvernig staðið verður að sýningu atriða verður ákveðið þegar ...
Skólastarf verður með svipuðum hætti og var fyrir páska. Grímuskylda er milli starfsfólks þegar ekki er hægt að virða 2m regluna. Nemendur eru nokkuð frjálsir nema ekki mega vera fleiri en 50 í hópi og ekki fleiri en 20 hjá starfsfólki.
Vegna nýrra sóttvarnarreglna verða allir grunnskólar lokaðir frá og með næstkomandi miðnætti. Þar með fellur skólahald niður í Vopnafjarðarskóla á fimmtudag 25.mars og föstudag 26. mars en síðan er komið páskafrí. Boðað er að þetta bann standi í 3 vi...
Ákveðið hefur verið að færa árshátíð skólans frá 26. mars til miðvikudagsins 21. apríl. Litlar líkur eru á að framkvæmd hátíðarinnar verði með sama hætti og áratugahefð er fyrir. Allavega verður boðið upp dagskrá með einhverju sniði en hversu margir ...
Við höldum upp á öskudaginn eins og venjulega. Krakkarnir mæta í öskudagsbúningi og verða í eða við skólann og í íþróttahúsinu en fara ekki út í bæ og syngja fyrir fólk. Þá þurfum við, samkvæmt núverandi covid reglum að skipta nemendum í tvo hópa ...