Sundkennsla

Sundkennsla verður næstu tvær vikurnar, 15.-19. september og 22.-25. september.
Gert er ráð fyrir kennslu í 1.-8. bekk en áherslan verður þó mest á nemendur á yngsta stigi sem fá kennslu langflesta daga.
Íþróttakennsla verður samhliða og því nauðsynlegt að vera með íþróttaföt þá daga sem íþróttir eru á stundaskrá.
Ásdís Sigurðardóttir mun sjá um sundkennsluna líkt og síðasta vor.