Starfamessa

Starfamessa Austurlands verður haldin fimmtudaginn 19. september frá kl. 10-14 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Markmiðið er að kynna störf og starfsgreinar í heimabyggð fyrir ungu fólki í landshlutanum, ásamt því að vekja athygli á fjölbreyttum framtíðartækifærum á Austurlandi. Gestir Starfamessu Austurlands 2024 eru allir nemendur í 9. og 10 bekk grunnskóla ásamt fyrsta árs nemendum framhaldsskóla. Sýningin verður á skólatíma og er reiknað með um 400 nemendum.

Fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi býðst sér að kostnaðarlausu að taka þátt og setja upp sýningarbás og kynna þau störf sem unnin eru:

  • Hver er starfsemin og hvert er markmið hennar
  • Hvað þarf til að byggja upp viðkomandi atvinnugrein hvað varðar nám og reynslu
  • Möguleg sýnishorn af afrakstri/afurðum/áhrifum
  • Hugmyndir að afmörkuðum verkefnum fyrir nema á framhalds- og háskólastigi