Göngum í skólann

Hvatningar verkefni í grunnskólum landsins til að auka hreyfingu í daglegu lífi. Verkefnið stendur yfir í mánuð og þá reynum við að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup og hjólabretti. Umhverfisvænt, hagkvæmt og skilar einnig andlegri og líkamlegri vellíðan.