Foreldranámskeið í jákvæðum aga

Starfsfólk Vopnafjarðarskóli hefur í vetur verið að innleiða jákvæðan aga og við teljum mikilvægt að heimili og skóli vinni sem besta saman.
Því ætlum við að bjóða foreldrum upp á foreldranámskeið 28. mars frá 16.00-19.00.

Jákvæður agi gengur út á það að móta skólabrag sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.
Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni
Meginreglur Jákvæðs aga hjálpa til við að byggja samband væntumþykju og virðingar og þær auðvelda að finna lausnir til frambúðar.
Jákvæður agi byggir á kennslu, skilningi, hvatningu og samskiptum.
Börn verða ábyrgðarfull ef þau fá tækifæri til að þroska félagsfærni sína í gegnum lífsleikni í andrúmslofti virðingar, góðvildar og festu. Jákvæður agi byggir á því að börn þroski og efli með sér færni í að finna lausnir og setja sér mörk í samvinnu við fullorðna.