Lengd viðvera

Lengd viðvera/gæsla er í boði fyrir nemendur í fyrsta til fjórða bekk og alla nemendur úr sveitinni eftir skóla til kl. 14:00 á mánudögum en til kl. 15:00 aðra daga.

Skólaliðar og stuðningsfulltrúar hafa umsjón með nemendum í gæslunni inni í skólanum og  á skólalóðinni.

Þá geta nemendur farið í tónlistarskólann á þessum tíma og Ungmennafélagið Einherji er með íþróttaæfingar fyrir yngstu nemendurna á þessum tíma í samstarfi við skólann.

Gæslunemendur teljast þeir nemendur 1.-4. bekkjar sem þurfa að bíða eftir skólaakstri eða eru skráðir í gæslu.

Við viljum að samskipti nemenda og skólaliða/stuðningsfulltrúa séu sem best  þar sem grunngildi eins og virðing, kurteisi og tillitssemi eru höfð að leiðarljósi, . 

Innan þessara gilda fellur hlýðni gæslunemenda og þar sem stuðst er við grundvallarviðmið.

Gæslan er bæði innan húss og utan og nemendur  fara ekki út af skólalóðinni á gæslutíma nema í samráði foreldra/forráðamanna og skólaliða.