Verkefni um Álfkonudúkinn

Við vorum svo heppin að fá boð frá Minjasafni Austurlands um þátttöku í verkefni í tengslum við BRAS barnamenningarhátíð og tóku 5. og 6. bekkur þátt. Verkefnið snérist um Álfkonudúkinn og því fannst okkur alveg kjörið að vera með. Við byrjuðum á að vera með smá kynningu og spjall um Álfkonudúkinn. Síðan skrifuðu nemendur sögur, ýmist svipaða sem þeir þekktu eða bjuggu til sögur. Anna Andrea myndlistarkona kom svo til okkar og var með smiðju þar sem nemendur saumuðu út í litla efnisbúta. Þetta gekk mjög vel og skemmtu nemendur sér vel. Sögurnar og verkin þeirra verða svo til sýnis í sýningarrými á Minjasafni Austurlands.