Útivistardagur

Síðustu dagar skólaársins eru alltaf uppbrotsdagar hér í skólanum. Í ár vorum við með útivistardag þar sem við settum upp stöðvar, skiptum nemendum upp í hópa og fórum svo á milli og gerðum ýmislegt hefðbundið sem og óhefðbundið. Nemendur fóru í kubb, borðtennis, badminton, skák og spil, fótbolta, stinger/hittnikast og snú snú, teygjutvist og fleira.. Í lokin grilluðum við svo pylsur og fengum okkur safa. Vel heppnaður dag.