Þorrablót skólans

Þorrablót skólans verður haldið fimmtudagskvöldið 1. febrúar. Blótið er fyrir nemendur í 6.-10. bekk og starfsfólk. Nemendur í 10. bekk sjá um skemmtiatriði, 9. bekkur sér um að gera grín að kennurum með teikningum og allavega myndum og  8. bekkur þjónar til borðs. Foreldrar nemenda í 9. bekk sjá um að útbúa matinn og frágang en hangikjötið er soðið af  matráðum daginn áður. Litla blótið er síðan haldið að morgni föstudags fyrir alla yngri nemendur sem umsjónarkennarar sjá að mestu um. Þar eru ýmis skemmtiatriði frá stóra blótinu auk fjöldasöngs o.fl.