Þemadagar

Í nóvember voru þemadagar í skólanum þar sem þemað var ævintýri. Krakkarnir fengu val um að vinna skapandi verkefni, sviðslistir og smíðastofuna. Í skapandi verkefnum bjuggu krakkarnir m.a. til ævintýraheim. Þau settu upp leikrit í sviðlistum og í smíðastofunni unnu þau ýmiskonar verkefni sem þau tengdu við ævintýri. Þessa daga höfðu þau einnig val um að fara í íþróttahúsið í Tarzan leik og að baka í heimilisfræði. Í lokinn var svo opið hús í skólanum þar sem boðið var upp á sýningu á afrakstur þemadaganna m.a. með leiksýningu og foreldrum var boðið upp á kaffi og kökur sem krakkarnir bökuðu á þemadögunum.