Skólastarf út maí

Nokkrar breytingingar eru á skóladagatali vegna röskunar í mars og apríl. Námsmat hefur verið í gangi meðfram kennslu en enginn starfsdagur verður þessa daga. Hefðbundið starf verður fram á þriðjudag 26. maí nema árlegi Unicef dagurinn verður felldur inn í starfið eftir veðri. Vordagar eru 27.-28. maí og skólaslit föstudaginn 29. maí.  Skólaslit verða þannig að nemendur í 1.-9. bekk kveðja kennarana sína í kennslustofum. Útskrift 10. bekkjar verður um miðjan dag með viðhöfn. Þetta verður allt kynnt betur síðar.