Skólahreystikeppni skólans

Í morgun fór fram keppni í hraðabraut í Skólahreysti þar sem reynt er að líkja sem mest eftir því sem er í aðalkeppninni. Allir krakkar frá 1.-10. bekk fengu að spreyta sig. Tími var tekinn hjá eldri krökkunum og bestu tímarnir hjá 8.-10. bekk eru til að hjálpa til við að velja keppendur í Skólahreystikeppninni á Egilsstöðum 11. apríl.