Skólahreysti 2023

Í gær fóru nemendur skólans til Akureyrar þar sem þeir tóku þátt í skólahreysti en þetta er í 13 skiptið sem skólinn tekur þátt. Keppnin gekk vel og bættu nemendur sig í flestum greinum frá því í fyrra, 17 fleiri armbeygjur, bættu tímann í hraðabrautinni um mínútu og nýtt skólamet var sett í dýfum, 32 dýfur. Í keppnisliði skólans voru Ásdís Fjóla og Erlingur Páll sem kepptu í hraðabrautinni, Lilja Björk sem keppti í hreystigreip og armbeygjum og Valdimar Orri sem keppti í upphífingum og dýfum. Varamaður liðsins var Haraldur Ingi og þjálfari var Linda Björk. Stuðningsliðið stóð sig síðan mjög vel í að hvetja liðið áfram og heppnaðist ferðin vel.