Rýmingaræfing í skólanum

Í morgun, 24. október, fór fram rýmingaræfing í skólanum á vegum Brunavarna Austurlands. Nemendur og starfsfólk var undirbúið undir æfinguna og væntanleg viðbrögð en ekki hvar í byggingunni kæmi merki um að eldur hafi komið upp. Æfingin tókst með ágætum og voru slökkviliðsstjórarnir mjög ánægðir með hvernig nemendur og starfsfólk brást við. Viljum við í skólanum þakka þeim frá Brunavörnum fyrir þessa nauðsynlegu æfingu.