Öskudagurinn með öðrum hætti

Við höldum upp á öskudaginn eins og venjulega. Krakkarnir mæta í öskudagsbúningi og verða í eða við skólann og í  íþróttahúsinu en   fara ekki út í bæ og syngja fyrir fólk. Þá þurfum við, samkvæmt núverandi covid reglum að skipta nemendum í tvo hópa þegar farið verður í íþróttahúsið og kötturinn sleginn úr tunnunni. Annars verður þetta kynnt betur þegar nær dregur.