Öskudagur 6. mars

Öskudagurinn hjá okkur er með hefðbundnum hætti. Nemendur mæta í skólann kl. 8.30 og vonandi allir í einhverskonar búningum. Um kl. 9 er farið í íþróttahúsið þar sem allir segja frá hvað þeir vilja vera samkvæmt búningunum. Á eftir er kötturinn sleginn úr tunnunni og eru tvær tunnur, önnur fyrir eldri nemendur og hin fyrir þá yngri. Þegar búið er að slá köttinn úr tunnunni fara krakkarnir í bæinn, heimsækja fyrirtæki og stofnanir, syngja fyrir starfsfólk og fá eitthvað gott í gogginn í staðinn. Umsjónarkennarar hafa skipulagt að enginn verði útundan og fara því krakkarnir í misstórum hópum og þeir yngstu í fylgd elstu nemenda og kennara. Eftir hádegismat fara krakkarnir annaðhvort í kennslustundir en áður syngja hóparnir fyrir nemendur og starfsfólk á sal skólans.