Námsmat, vordagar og skólaslit

Námsmat vorannar fer að hefjast. Vegna ferðalags 10. bekkjar 26.-31. maí byrja þeir nemendur fyrr og ljúka námsmati fyrr. 

Námsmat 10. bekkjar er 20. -24. maí og  hjá 1.-9. bekk  22. -28. maí

Mæting í skólann hjá nemendum í 1.-5. bekk er kl. 8:10-13:10, en hjá þeim eldri, á efri hæð, er  kl. 9:00-13:10.

10. bekkur mætir eingöngu í próf dagana 22.-24. maí.

Vordagar eru 29. maí og 31. maí og verður dagskrá þeirra kynnt síðar.

Skólaslit eru mánudaginn 3. júní kl. 18.