Föstudaginn 3. okt. skelltu nemendur í 7.-10. bekk Vopnafjarðarskóla sér á Grunnskólamótið á Laugum. Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og er alltaf jafn gaman. Nemendur kepptu við aðra grunnskólanemendur úr nærliggjandi skólum og var keppt í dodgeball, körfubolta, blaki og þrautabraut. Síðan var öllum boðið í kvöldmat og á ball í matsal skólans. Kærar þakkir til Laugaskóla fyrir vel heppnað Grunnskólamót.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.