Húlladúlla í boði BRAS

Í dag kom húlladúlla í skólann og bauð upp á smiðju fyrir nemendur í 6. og 7. bekk. Í smiðjunni skreyta krakkarnir húllahring sem þau fá til eignar. Þau fá í hendurnar berrassaðan húllahring og Húlladúllan sýnir hvernig þau geta skreytt hringina á mismunandi máta og hvernig best er að bera sig að eiga við límböndin. Þegar húllahringirnir eru tilbúnir sýndi Húlladúllan flott húllaatriði. Og síðan húlluð krakkarnir og lærðu skemmtileg húllatrix.  

 

Hver er Húlladúllan?

Húlladúllan er Unnur María Máney Bergsveinsdóttir. Hún er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún hefur starfað með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus og hefur komið fram á ýmsum sirkussýningum í Frakklandi, Bretlandi og í Mexíkó. Auk þess að leika listir sínar kennir hún bæði börnum og fullorðnum hinar ýmsu sirkuslistir, með sérstakri áherslu á húlla, akró, loftfimleika og jafnvægiskúnstir. Hún lauk húllakennaranámi frá Live Love Hoop í Bristol árið 2016 og alþjóðlegu Social Circus kennaranámi á vegum Caravan sirkussamtakanna og Evrópusambandsins árið 2019. Unnur Máney starfar einnig með kabarettinum Drag-Súgi og með Reykjavík Kabarett og er stofnandi Akró Ísland hópsins