Grunnskólamótið á Laugum

Á föstudag fóru nemendur í 7. - 10. bekk á íþróttamót á Laugum. Þar kepptu þeir í þrautabraut, körfubolta, skotbolta og blaki. Einnig höfðu þeir tækifæri til að fara í sund, elstu krakkarnir fengu kynningu á skólastarfinu og eftir hamborgaraveislu var diskó fyrir alla sem komu á mótið. En um 200 nemendur sóttu þetta mót að þessu sinni. Nemendur stóðu sig vel og nutu dagsins.