Göngum í skólann

Á morgun hefst hið árlega verkefni Göngum í skólann þar sem allir eru hvattir til að ganga í skólann. Þetta verkefni er tilfvalið til að kenna krökkunum hvaða leið best er að ganga og venja þá jafnframt á að ganga í skólann. Verkefnið stendur til 10. október. Í tilefni þessa ætlum við að fara í smá göngutúr á morgun en annars stefnum við að berjaferð á næstu dögum þegar veðurspá lofar góðu.