Gleðilegur berjadagur við Gljúfursá

Síðastliðinn miðvikudag fór fram hin árlega berjaferð nemenda við skólann okkar. Eins og oft áður fórum við upp með Gljúfursá þar sem við týndum ber, lékum okkur í ánni og borðuðum nesti. Við vorum heppin með veður og nutum samverunnar.