Desember í skólanum

Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í skólanum í desember. Við buðum foreldrum og leikskólanum í söngstund. Svo sungum við líka jólalög fyrir fólkið okkar í Sundabúð. Við bökuðum og skreyttum piparkökur, föndruðum jólakort og sendum samnemendum og starfsfólki, skreyttum stofurnar okkar og gerðum jólaföndur. Vorum með kakó og smákökur á sal. Fengum ljúffengan veislumat þar sem starfsfólk þjónaði nemendum. Og að lokum þá héldum við litlu jólin hátíðlega eins og hefð er fyrir, þar voru allir bekkir með atrið, annað hvort á sviði eða á myndbandi, við dönsuðum í kringum jólatréð og fengum heimsókn frá jólasveininum.