Foreldradagurinn

Þriðjudaginn 30. janúar er foreldradagur í skólanum.  Markmiðið með þessum degi er að treysta samstarf skólans og foreldra.  Nemendur koma með foreldrum sínum í boðað viðtal við umsjónarkennara. Auk viðtalstímans eru stjórnendur, aðrir kennarar og starfsfólk til viðtals. Foreldrar eru hvattir til að nýta þetta vel til að stuðla að betri árangri og líðan barnanna í skólanum. Foreldrum og nemendum er boðið upp á léttan hádegisverð, frá kl. 12:00, sem skráður er á viðkomandi nemanda.