First Lego League meistarar 2021

7. og 8. bekkur Vopnafjarðarskóla unnu legókeppnina og eru First Lego League meistarar 2021.

Við óskum nemendum og umsjónarmanni,  Sólrúnu Dögg  og öðrum kennurum til hamingju með þennan frábæra árangur.

Markmið Lego-keppninnar er að vekja áhuga ungmenna á vísindum og tækni, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni.

Vegna Covid-19 samkomutakmarkanna varð að fresta keppninni fram yfir áramót og að lokum varð hún rafræn.

Þema hvers árs er byggt á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og varð þema ársins 2021 vöruflutningar (e. Cargo Connect) sem tengist Heimsmarkmiði nr. 9: Nýsköpun og uppbygging.

Keppt er í fjórum atriðum: forritun og hönnun, nýsköpunarverkefni, liðsheild og vélmennakappleik.

First Lego League er alþjóðleg Lego keppni sem nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim og hefur Háskóli Íslands haldið utan um keppnina á Íslandi síðan árið 2005.

Aðalkeppnin fer fram í Álasundi í Noregi 12. mars 2022.