Hollandsferð skólans

Í september fóru krakkar í 9. og 10. bekk til Haag í Hollandi og tóku þátt í Erasmus verkefni. Þar lærðum við um hvernig við getum flutt lýðræði á netið svo að ungt fólk geti tekið meiri þátt. Við tókum þátt í hópavinnu með nemendum frá öðrum löndum þar sem við ræddum þessi mál. Í Hollandi heimsóttum við líka ráðaneyti, fórum í rúmenska sendiráðið og hittum sendiherra og aðra ráðamenn og lærðum meira um ungt fólk og lýðræði. 

Við lærðum líka mikið um menningu annara landa og á næstum hverju kvöldi voru kvöldvökur það sem ein þjóð bauð upp á mat frá sínu landi og kynningu á landinu. Það voru fimm lönd í þessu verkefni: Holland, Pólland, Rúmenía, Ísland og Grikkland. 

Við fengu einn frí dag þar sem að við fengu að gera það sem við vildum og fórum við til Delft til að versla, en við fórum líka í Lasertag og Gokart. Við enduðu svo kvöldið á því að panta okkur pizzu og hafa það notalegt í húsinu.

En á leiðinni heim var flugið okkar yfirbókað um 21 sæti. En góða hliðin var að við fengu að fara til Belgíu þar sem við gistum eina nótt á hóteli sem að heitir Sheraton og fórum svo í flug morgunin eftir. 

Berglind Vala og Alex Leví