Þemadagar og glæsilegur góðgerðardagur

Í síðustu viku voru þemadagar í skólanum þar sem þemað var vinsemd, Markmið daganna var að efla samkennd nemenda og leggja grunninn að virku og umhyggjusömu skólasamfélagi. Nemendur unnu saman í hópum sem spannaði alla árganga sem jók á samstöðu nemenda.

Verkefnin voru fjölbreytt og sköpunargleðin mikil. Myndbandahópar unnu með leikþætti um vinsemd, góðgerðarhópar fóru m.a. annar í heimsók á leikskólann og léku sér úti með þeim. Ýmis önnur verkefni voru unnin á þessum dögum eins og að í smíðastofunni gerðu nemendur falleg hjörtu, nemendur skreyttu taupoka, gerðu skuggamyndir með vinarlegum skilaboðum, útbjuggu vinatré og fleira sem minnir á mikilvægi góðvildar.

Að þessum fræðsludögum loknum var haldinn góðgerðardagur þar sem seldar voru kaffiveitingar, listaverka sem nemendur höfðu skapað í þemadögunum og flóamarkaður þar sem nemendur og starfsfólk komu með hluti að heima til að selja. Legóhópurinn kynnti líka nýsköpunarverkefni sitt og sýndu gestum þruatabrautina og vélmennið. Legóhópurinn vann einmitt fyrr í mánuðinum jafningjarverlaun í First Lego League keppninni. Það er sérstakt ánægjuefni að allur ágóði dagsins rann til hjúkrunarheimilisins Sundabúðar.

Við þökkum öllum nemendum, starfsfólki og gestum fyrir daginn. Framlag allra mun nýtast íbúum Sundabúðar vel og er það mikilvæg áminning um að litlir gjörningar vinsemdar geta haft mikil og jákvæð áhrif. Við erum stolt af því hvernig nemendur okkar stóðu sig og sýndu samkennd í verki. Í byrjun desember ætlum við í skólanum að afhenda gjöfina með formlegum hætti.