Í gær, laugardag, lagði lið DODICI- af stað til Bandaríkjanna þar sem þau ætla að keppa á heimsmeistaramótinu í First LEGO, en keppnin fer fram í Houston í Texas þannig að langt ferðalag er framundan hjá þeim. Í keppni sem þessari koma saman tugþúsundir til að taka þátt og fylgjast með þannig að þetta er mikið ævintýri fyrir krakkana.
Keppnin hefst formlega 16. apríl og stendur fram til laugardagsins 19. apríl.
Hluti keppninnar verður sýndur í streymi en allar upplýsingar um það má finna á heimasíðu keppninnar hér.
Einnig er DODCI- með Instagram síðu þar sem þið getið fylgst með ferðalagi þeirra.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.