Dodici- á leið í LEGO keppni

Í morgun fóru krakkarnir, ásamt kennurum, í Dodici – af stað í LEGO keppnina sem haldin er í Reykjavík á laugardag. Þar keppa krakkarnir í vélmennakappleik og kynna nýsköpunarverkefnið sitt sem þau tengdu við stærðfræði þetta árið. Einnig kynna þau LEGO vélmennið sitt sem þau eru búin að forrita og búa til aukahluti á til að leysa þrautir í vélmennakappleiknum og að lokum líta dómarar keppninnar á liðsheildina en hún skiptir mjög miklu máli í svona keppni.

Hægt er að fylgjast með vélmennakappleiknum í streymi og eru krakkarnir að keppa kl. 10:00, 11:00, 12:50 og 13:45. Endilega fylgist með þessari skemmtilegu keppni.

Tengill á beina útsendingu hér 

Nánar um keppnina á vefsíðu Háskóla Íslands