Fréttir

Upplestrarkeppnin í 7. bekk

Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram þriðjudaginn 28. mars. Er skemmst frá því að segja nemendur stóðu sig allir með ágætum og voru greinilega búnir að undirbúa sig vel. Þá var framkoma þeirra til fyrirmyndar og góður andi í hópnum. Lásu krakkarnir texta úr sögu eftir Guðrúnu Helgadóttur, ljóð eftir Stein Steinarr og að lokum ljóð að sem þau völdu sjálf. Dómurum var vandi á höndum að velja þrjá úr hópnum til að vera fulltrúar okkar í keppni skóla á Norðaustursvæði Austurlands. Sigurvegarar voru þau Guðný Alma Haraldsdóttir og Hákon Ingi Stefánsson voru og Sara Líf Magnúsdóttir til vara.
Lesa meira

Samræmd könnunarpróf

Samræmd könnunarpróf í 9. og 10. bekk eru í næstu viku frá þriðjudegi til föstudags. Prófin hjá okkur í Vopnafjarðarskóla verða á miðvikudag og fimmtudag og hefjast kl. 8.30.
Lesa meira

Vetrarfrí

Lesa meira

Íþróttadagur skólans 16. febrúar

Íþróttadagur skólans er 16. febrúar. Á íþróttadegi er keppt í langstökki, hástökki, hreystigreip, hraðahoppi, hittnikasti. Síðan er fótboltamót milli bekkja á yngra-, mið- og elsta stigi.
Lesa meira

Þorrablót skólans í kvöld

Þorrablót skólans fyrir nemendur í 6.-10. bekk og starfsfólk er í kvöld og hefst kl. 19.30. Aðgangseyrir er kr. 1500. !0. bekkur sér um skemmtiatriði, 8. bekkur þjónar til borðs og foreldrar 9. bekkinga sjá um matinn.
Lesa meira

Foreldradagur 30. janúar

Mánudaginn 30. janúar er foreldradagur í skólanum. Markmiðið með þessum degi er að treysta samstarf skólans og foreldra. Nemendur koma með foreldrum sínum í boðað viðtal við umsjónarkennara. Auk viðtalstímans eru stjórnendur, aðrir kennarar og starfsfólk til viðtals. Foreldrar eru hvattir til að nýta þetta vel til að stuðla að betri árangri og líðan barnanna í skólanum. Foreldrum og nemendum er boðið upp á léttan hádegisverð, frá kl. 12:00, sem skráður er á viðkomandi nemanda.
Lesa meira