Búningadagur og List fyrir alla

Í dag var krökkunum í 1. – 5. bekk boðið upp á JAZZHREKK sem er tónleikadagskrá á vegum List fyrir alla.  Tónleikarnir byggja á þjóðtrú og skilin milli mannheims og heims hins yfirnáttúrulega – álfa, huldufólk og uppvakninga.  Frábært skemmtun

Í dag var líka búningadagur í tilefni af Hrekkjavökunni. Mjög góð þátttaka var hjá nemendum og starfsfólki. Um miðjan morgun buðum við öllum uppá ís og vonandi voru allir ánægðir með daginn.