Berjaferð

Í morgun fórum við í berjaferð. Gengið var sem leið lá upp hjá leikskólanum, upp á svokallaða ástarbraut . Fórum síðan yfir þjóðveginn við Vegagerðina, gengum veginn upp á Hraunin og stoppuðum eftir nokkra mínútna göngu, borðuðum nestið og tíndum ber í ágætis berjalandi.