Viðtal við liðsmenn Vopnafjarðarskóla um Lego keppnina

Nemendur í Vopnafjarðarskóla hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir góðan árangur í First Lego League. Lið skólans hefur þrisvar orðið First Lego League meistarar Íslands og unnið sér inn þátttökurétt í stærri First Lego League keppnum erlendis. Af því tilefni tók Margrét Sigríður Björnsdóttir viðtal við nokkra meðlimi úr liði Vopnafjarðarskóla, Dodici-, og kennara þeirra. Viðtalið birtist á vef Flatar sem er málgagn stærðfræðikennara.